Sport

Dag­skráin í dag: Besta kvenna, For­múlu 1, hafna­bolti, fót­bolti og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir er fyrirliði Þróttar.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir er fyrirliði Þróttar. Vísir/Vilhelm

Það er svo sannarlega fjölbreytt dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.50 er Reykjavíkurslagur Víkings og Þróttar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.00 er Queen City Championship-mótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Vodafone Sport

Klukkan 09.25 er fyrsta æfing dagsins í Formúlu 1 á dagskrá. Að þessu sinni fer kappaksturinn fram í Singapúr. Klukkan 12.55 er komið að annarri æfingu dagsins.

Klukkan 16.25 er leikur Schalke 04 og Darmstadt í þýsku B-deild karla í knattspyrnu á dagskrá. Gárungar kalla þetta Guðlaugs Victors Pálssonar slaginn en landsliðsmaðurinn spilaði með þessum liðum á sínum tíma.

Klukkan 18.25 er leikur Augsburg og Mainz í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á dagskrá.

Klukkan 23.00 er leikur Twins og Red Sox í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×