Seinna spjaldið var ekki viljandi: „Er bara pirraður og missi hausinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. september 2024 22:35 Elmar Kári skoraði annað mark Aftureldingar í leiknum og hefði hæglega getað bætt við. Hann verður í banni í næsta leik. afturelding Furðulegt mál tók athyglina af frábærri frammistöðu Elmars Kára Enesson Gocic í 3-1 sigri Aftureldingar gegn Fjölni í fyrri umspilsleik liðanna í kvöld. Elmar fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að hafa ekki beðið um brot sjálfur. „Ósáttur með það? Hann bara sparkar í mig. Ég bara skil ekki hvað er í gangi, af hverju hann var að gefa mér gult. Þetta er mjög skrítið, ég skildi þetta ekki þannig að eðlilega var ég ósáttur við það. En hann er dómarinn og er að gera sitt besta, ég virði það,“ sagði Elmar um atvikið í viðtali eftir leik. Spjaldið eitt og sér var mjög furðulegt en það sem vakti umtal og athygli var sú staðreynd að spjaldið hefði skilað Elmari leikbanni í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli – en ekki í næsta leik gegn Fjölni á mánudaginn. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ úrskurðar um leikbönn vegna uppsafnaðra gulra spjalda og hún kemur ekki saman fyrr en á þriðjudag, degi eftir leikinn gegn Fjölni. Aganefndin úrskurðar ekki leikbann þegar um er að ræða rautt spjald. Það biðu því allir áhorfendur eftir því að sjá hvort Elmar myndi næla sér í annað gult spjald, þar af leiðandi rautt og verða sjálfkrafa dæmdur í leikbann í næsta leik, frekar en að missa af úrslitaleiknum. Hann gerði það á lokasekúndum leiksins, braut harkalega á Reyni Haraldssyni og verður því í banni á mánudaginn. Hann var þá nýbúinn að klúðra víti sem hefði gefið Aftureldingu 4-1 forystu. „Ég klúðraði víti, er bara pirraður og missi hausinn þarna. Það var ekkert flóknara en það,“ sagði Elmar um seinna spjaldið og spilaði sig grunlausan. Hann fullyrti að hann hafi ekki vitað um afleiðingar fyrra spjaldsins og seinna spjaldið hafi því ekki verið viljandi gert. „Það gæti verið [að ég hafi verið meðvitaður um að ég væri á leið í bann í úrslitaleiknum], en það var bara ekki í hausnum á þeim tímapunkti og ég gerði mér ekki grein fyrir því,“ sagði Elmar að lokum. Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
Elmar fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að hafa ekki beðið um brot sjálfur. „Ósáttur með það? Hann bara sparkar í mig. Ég bara skil ekki hvað er í gangi, af hverju hann var að gefa mér gult. Þetta er mjög skrítið, ég skildi þetta ekki þannig að eðlilega var ég ósáttur við það. En hann er dómarinn og er að gera sitt besta, ég virði það,“ sagði Elmar um atvikið í viðtali eftir leik. Spjaldið eitt og sér var mjög furðulegt en það sem vakti umtal og athygli var sú staðreynd að spjaldið hefði skilað Elmari leikbanni í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli – en ekki í næsta leik gegn Fjölni á mánudaginn. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ úrskurðar um leikbönn vegna uppsafnaðra gulra spjalda og hún kemur ekki saman fyrr en á þriðjudag, degi eftir leikinn gegn Fjölni. Aganefndin úrskurðar ekki leikbann þegar um er að ræða rautt spjald. Það biðu því allir áhorfendur eftir því að sjá hvort Elmar myndi næla sér í annað gult spjald, þar af leiðandi rautt og verða sjálfkrafa dæmdur í leikbann í næsta leik, frekar en að missa af úrslitaleiknum. Hann gerði það á lokasekúndum leiksins, braut harkalega á Reyni Haraldssyni og verður því í banni á mánudaginn. Hann var þá nýbúinn að klúðra víti sem hefði gefið Aftureldingu 4-1 forystu. „Ég klúðraði víti, er bara pirraður og missi hausinn þarna. Það var ekkert flóknara en það,“ sagði Elmar um seinna spjaldið og spilaði sig grunlausan. Hann fullyrti að hann hafi ekki vitað um afleiðingar fyrra spjaldsins og seinna spjaldið hafi því ekki verið viljandi gert. „Það gæti verið [að ég hafi verið meðvitaður um að ég væri á leið í bann í úrslitaleiknum], en það var bara ekki í hausnum á þeim tímapunkti og ég gerði mér ekki grein fyrir því,“ sagði Elmar að lokum.
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira