Lífið

Borðar það sem alltaf hefur verið til og léttist og léttist

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lukka hefur verið að prófa sig áfram með nýtt mataræði.
Lukka hefur verið að prófa sig áfram með nýtt mataræði.

Frumkvöðullinn og heilsufrömuður Lukka Pálsdóttir hefur verið að gera spennandi tilraun á sjálfri sér. Henni hefur tekist að grennast án fyrirhafnar. Allt þetta ár hefur hún prófað að borða bara hreint kjöt, það sem til hefur verið á Íslandi í þúsundir ára. Vala Matt hitti á Lukku í Íslandi í dag og kannaði málið.

Í þættinum segir Lukka aldrei hafa haft meiri orku. Hún segir að sér hafi aldrei liðið betur. „Þetta eru bætiefnin mín, þetta er það sem ég hef notað allt þetta ár og mér hefur aldrei liðið betur. Ég hef endurheimt orkuna mína, sem var hvatinn að því að ég vildi gera einhverjar breytingar því ég var farin að finna fyrir gamalkunnri tilfinningu að vera orðin orkulaus seinni part dagsins.“

Til á Íslandi í þúsundir ára

Lukka útskýrir að hún hafi verið orðin löt heima og átt erfitt með tilhugsunina um að fara út og gera hluti. Það finnst henni ekki ásættanlegt.

„Ég hef náttúrulega stúderað mataræði og ýmsar hliðar á því, líka bara eins og þú talar um einstök efni, D-vítamín, steinefni, magnesíum, joð og allt þetta í áratugi og mér finnst það nokkuð merkilegt að það hafi tekið mig áratugi að átta mig á því að það sem við borðuðum hér á landi fyrir þúsund árum síðan það er bara akkúrat það sem við eigum að borða í dag,“ segir Lukka.

„Þannig ef það var ekki til fyrir einhverjum hundruðum ára, þá eigum við bara ekki að borða það. Það er bara svona einfalt. Þannig við erum búin að flækja hlutina svo mikið, við erum alltaf að leita að nýjasta bætiefninu, eða nýjasta töfraefninu, ég heyri fólk nota allskonar skammstafanir í dag og spyrja á ég að taka þetta eða á ég að taka hitt?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.