Fótbolti

Bað börnin sín af­sökunar á dánar­beðinum

Aron Guðmundsson skrifar
Salvatore Schillaci er látinn.
Salvatore Schillaci er látinn. Vísir/EPA

Ítalski knattspyrnumaðurinn Salvatore Schillaci bað börnin sín, þau Jessicu og Mattia, afsökunar á því að hafa ekki alltaf geta verið til staðar fyrir þau, rétt áður en hann kvaddi þessa jarðvist.

Schillaci, sem var ein af skærustu stjörnum heimsmeistaramótsins í fótbolta 1990, greindist með krabbamein í ristli fyrir tveimur árum. Hann var lagður inn á spítala í heimaborg sinni, Palermo á Sikiley, í síðustu viku og lést svo á miðvikudaginn síðastliðinn.

Schillaci hóf ferilinn með Messina en lék einnig með Juventus, Inter og Júbilo Iwata í Japan.

„Fyrir þremur dögum síðan vorum við hjá honum á sjúkrahúsinu,“ lætur Jessica, dóttir Schillaci hafa eftir sér í samtali við Tuttosport sem birtist í gær. „Þar bað hann okkur afsökunar á því að hafa ekki alltaf verið til staðar fyrir okkur á stundum þar sem að hann óskaði sér þess nú að hafa verið til staðar.“

Systkinin höfðu áttu góðar stundir með föður sínum undanfarin ár og rifjuðu þau þær upp með föður sínum á sjúkrahúsinu. 

„Hann var hetja á sinn hátt. En fyrir mér var hann alltaf bara pabbi minn.“

Þúsundir minntust Schillaci í heimaborg hans Palermo á Ítalíu í gær þegar að jarðarför hans fór fram. 

Fjöldi fólks safnaðist saman í Palermo í dag til að heiðra minningu SchillaciVísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×