Tæpur helmingur íbúa hefur séð myndina Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. september 2024 14:30 Leikstjóri Ljósvíkinga, Snævar Sölvi, færði þeim Guðrúnu og Bjarni blóm í tilefni þess að þau slógu aðsóknarmet Ísafjarðarbíós. Kvikmyndin Ljósvíkingar sló aðsóknarmet á Ísafirði á föstudag og eru 1203 manns nú búnir að sjá hana í Ísafjarðarbíó. Ljósvíkingar var frumsýnd í Ísafjarðarbíó 5. september og hefur aðsóknin á myndina verið stöðug síðan þá. Í upphafi vikunnar varð ljóst að myndin slagaði upp í að vera mest sótta mynd þessarar aldar í bíóinu og í gær féll metið loksins. Alls fóru níutíu manns að sjá myndina í gær og voru Guðrún og Bjarni gestir númer 1151 og 1152. Snævar Sölvi, leikstjóri Ljósvíkinga, færði þeim blóm í tilefni þess. Alls búa um 2.800 manns á Ísafirði og fer aðsóknin því að slaga upp í helming íbúafjöldans. Fyrir tilkomu Ljósvíkinga var mest sótta mynd aldarinnar á Ísafirði var Mamma Mia 2 með 1150 áhorfendur en fyrir aldamót höfðu Með allt og hreinu og Nýtt líf fengið tæplega 1200 áhorfendur. Bolvíkingur gerir mynd um Ísafjörð Vafalaust er ein ástæðan fyrir vinsældunum sú að myndin gerist á Ísafirði, er tekin þar upp og komu margir Ísfirðingar að gerð myndarinnar. Snævar Sölvi Sölvason, leikstjóri myndarinnar, er frá Bolungarvík og staðsetti hann fyrstu mynd sína, Albatross, líka fyrir vestan Ljósvíkingar fjallar um æskuvini sem reka saman vinsælan veitingastað á Ísafirði. Um sama leiti og þeim gefst kostur á að hafa staðinn opinn árið um kring, kemur annar vinurinn út úr skápnum sem kona. Með aðalhlutverk í myndinni fara Björn Jörundur Friðbjörnsson, Arna Magnea Danks, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Helgi Björnsson, Vigdís Hafliðadóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson og Sólveig Arnarsdóttir. Aðstandendur Ljósvíkinga fyrir framan Ísafjarðarbíó. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Menning Kvikmyndahús Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Ljósvíkingar var frumsýnd í Ísafjarðarbíó 5. september og hefur aðsóknin á myndina verið stöðug síðan þá. Í upphafi vikunnar varð ljóst að myndin slagaði upp í að vera mest sótta mynd þessarar aldar í bíóinu og í gær féll metið loksins. Alls fóru níutíu manns að sjá myndina í gær og voru Guðrún og Bjarni gestir númer 1151 og 1152. Snævar Sölvi, leikstjóri Ljósvíkinga, færði þeim blóm í tilefni þess. Alls búa um 2.800 manns á Ísafirði og fer aðsóknin því að slaga upp í helming íbúafjöldans. Fyrir tilkomu Ljósvíkinga var mest sótta mynd aldarinnar á Ísafirði var Mamma Mia 2 með 1150 áhorfendur en fyrir aldamót höfðu Með allt og hreinu og Nýtt líf fengið tæplega 1200 áhorfendur. Bolvíkingur gerir mynd um Ísafjörð Vafalaust er ein ástæðan fyrir vinsældunum sú að myndin gerist á Ísafirði, er tekin þar upp og komu margir Ísfirðingar að gerð myndarinnar. Snævar Sölvi Sölvason, leikstjóri myndarinnar, er frá Bolungarvík og staðsetti hann fyrstu mynd sína, Albatross, líka fyrir vestan Ljósvíkingar fjallar um æskuvini sem reka saman vinsælan veitingastað á Ísafirði. Um sama leiti og þeim gefst kostur á að hafa staðinn opinn árið um kring, kemur annar vinurinn út úr skápnum sem kona. Með aðalhlutverk í myndinni fara Björn Jörundur Friðbjörnsson, Arna Magnea Danks, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Helgi Björnsson, Vigdís Hafliðadóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson og Sólveig Arnarsdóttir. Aðstandendur Ljósvíkinga fyrir framan Ísafjarðarbíó.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Menning Kvikmyndahús Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein