Mourinho var svekktur með úrslitin og rauk inn í búningsklefa áður en leiknum lauk og mætti ekki á blaðamannafund eftir hann.
Galatasaray-mönnum var skemmt yfir óförum Mourinhos og gerðu grín að honum á Twitter-síðu félagsins.
Í einni færslu var mynd af bókarkápu með titlinum Sá grenjandi. Þar var snúið út úr viðurnefni Mourinhos, hinn sérstaki.
Kadıköy civarındaki mağazalarda satışta. 🙂#FBvGS pic.twitter.com/6qnkDAtEXF
— Galatasaray SK (@GalatasaraySK) September 21, 2024
Mourinho tók við Fenerbache í sumar. Liðið er í 2. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með þrettán stig, fimm stigum á eftir toppliði Galatasaray.