Leiðrétting löngu eftir EM: Þetta hefði átt að vera víti Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 13:31 Jamal Musiala skaut boltanum að marki Spánar en Marc Cucurella stöðvaði skotið með hendi. Spánverjar sluppu með skrekkinn og enduðu á að verða Evrópumeistarar. Getty/Tom Weller Þjóðverjar geta nú haldið áfram að svekkja sig á því hvernig fór fyrir þeim á Evrópumótinu í fótbolta á heimavelli í sumar, því þeir áttu svo sannarlega að fá vítaspyrnu í leiknum við Spán í 8-liða úrslitum. Margir, og þá sérstaklega Þjóðverjar, muna eflaust enn eftir atvikinu í framlengingu leiksins þegar Marc Cucurella, bakvörður Spánar, fékk skot Jamals Musiala í höndina innan teigs. Enski dómarinn Anthony Taylor dæmdi ekkert og kollegar hans sem sinntu myndbandsdómgæslu ákváðu sömuleiðis að grípa ekki inn í. Þetta gerðist á 107. mínútu, í stöðunni 1-1, en í stað þess að Þýskaland fengi víti og gullið tækifæri til að komast yfir þá vann Spánn 2-1 með marki Mikels Merino á lokamínútu framlengingarinnar. Spánverjar enduðu svo á að verða Evrópumeistarar. Ákvörðun Taylors var vægast sagt umdeild, enda Cucurella með höndina nokkuð frá líkamanum þegar skot Musiala hæfði hana, og núna hefur dómaranefnd UEFA viðurkennt að dæma hefði átt vítaspyrnu. Höndin of langt frá búknum Spænski miðillinn Relevo greinir frá þessu og segir að dómaranefndin vegi reglulega og meti dóma í leikjum, til að stuðla að auknu samræmi í dómgæslu í Evrópu. Eftirlitsmaðurinn Roberto Rosetti segir í áliti til nefndarinnar: „Samkvæmt nýjustu viðmiðum UEFA ætti að taka strangar á því þegar skot eru stöðvuð með hendi, nema að höndin sé mjög nálægt eða snerti búkinn. Í þessu tilviki var höndin sem stöðvaði skotið ekki mjög nálægt búknum, og þannig gerði varnarmaðurinn sig stærri, svo að það hefði átt að dæma víti.“ Tveir og hálfur mánuður eru síðan að leikurinn fór fram og því ekkert sem að Þjóðverjar geta gert úr þessu annað en að svekkja sig á orðnum hlut. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Sjá meira
Margir, og þá sérstaklega Þjóðverjar, muna eflaust enn eftir atvikinu í framlengingu leiksins þegar Marc Cucurella, bakvörður Spánar, fékk skot Jamals Musiala í höndina innan teigs. Enski dómarinn Anthony Taylor dæmdi ekkert og kollegar hans sem sinntu myndbandsdómgæslu ákváðu sömuleiðis að grípa ekki inn í. Þetta gerðist á 107. mínútu, í stöðunni 1-1, en í stað þess að Þýskaland fengi víti og gullið tækifæri til að komast yfir þá vann Spánn 2-1 með marki Mikels Merino á lokamínútu framlengingarinnar. Spánverjar enduðu svo á að verða Evrópumeistarar. Ákvörðun Taylors var vægast sagt umdeild, enda Cucurella með höndina nokkuð frá líkamanum þegar skot Musiala hæfði hana, og núna hefur dómaranefnd UEFA viðurkennt að dæma hefði átt vítaspyrnu. Höndin of langt frá búknum Spænski miðillinn Relevo greinir frá þessu og segir að dómaranefndin vegi reglulega og meti dóma í leikjum, til að stuðla að auknu samræmi í dómgæslu í Evrópu. Eftirlitsmaðurinn Roberto Rosetti segir í áliti til nefndarinnar: „Samkvæmt nýjustu viðmiðum UEFA ætti að taka strangar á því þegar skot eru stöðvuð með hendi, nema að höndin sé mjög nálægt eða snerti búkinn. Í þessu tilviki var höndin sem stöðvaði skotið ekki mjög nálægt búknum, og þannig gerði varnarmaðurinn sig stærri, svo að það hefði átt að dæma víti.“ Tveir og hálfur mánuður eru síðan að leikurinn fór fram og því ekkert sem að Þjóðverjar geta gert úr þessu annað en að svekkja sig á orðnum hlut.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Sjá meira