Leiðrétting löngu eftir EM: Þetta hefði átt að vera víti Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 13:31 Jamal Musiala skaut boltanum að marki Spánar en Marc Cucurella stöðvaði skotið með hendi. Spánverjar sluppu með skrekkinn og enduðu á að verða Evrópumeistarar. Getty/Tom Weller Þjóðverjar geta nú haldið áfram að svekkja sig á því hvernig fór fyrir þeim á Evrópumótinu í fótbolta á heimavelli í sumar, því þeir áttu svo sannarlega að fá vítaspyrnu í leiknum við Spán í 8-liða úrslitum. Margir, og þá sérstaklega Þjóðverjar, muna eflaust enn eftir atvikinu í framlengingu leiksins þegar Marc Cucurella, bakvörður Spánar, fékk skot Jamals Musiala í höndina innan teigs. Enski dómarinn Anthony Taylor dæmdi ekkert og kollegar hans sem sinntu myndbandsdómgæslu ákváðu sömuleiðis að grípa ekki inn í. Þetta gerðist á 107. mínútu, í stöðunni 1-1, en í stað þess að Þýskaland fengi víti og gullið tækifæri til að komast yfir þá vann Spánn 2-1 með marki Mikels Merino á lokamínútu framlengingarinnar. Spánverjar enduðu svo á að verða Evrópumeistarar. Ákvörðun Taylors var vægast sagt umdeild, enda Cucurella með höndina nokkuð frá líkamanum þegar skot Musiala hæfði hana, og núna hefur dómaranefnd UEFA viðurkennt að dæma hefði átt vítaspyrnu. Höndin of langt frá búknum Spænski miðillinn Relevo greinir frá þessu og segir að dómaranefndin vegi reglulega og meti dóma í leikjum, til að stuðla að auknu samræmi í dómgæslu í Evrópu. Eftirlitsmaðurinn Roberto Rosetti segir í áliti til nefndarinnar: „Samkvæmt nýjustu viðmiðum UEFA ætti að taka strangar á því þegar skot eru stöðvuð með hendi, nema að höndin sé mjög nálægt eða snerti búkinn. Í þessu tilviki var höndin sem stöðvaði skotið ekki mjög nálægt búknum, og þannig gerði varnarmaðurinn sig stærri, svo að það hefði átt að dæma víti.“ Tveir og hálfur mánuður eru síðan að leikurinn fór fram og því ekkert sem að Þjóðverjar geta gert úr þessu annað en að svekkja sig á orðnum hlut. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Margir, og þá sérstaklega Þjóðverjar, muna eflaust enn eftir atvikinu í framlengingu leiksins þegar Marc Cucurella, bakvörður Spánar, fékk skot Jamals Musiala í höndina innan teigs. Enski dómarinn Anthony Taylor dæmdi ekkert og kollegar hans sem sinntu myndbandsdómgæslu ákváðu sömuleiðis að grípa ekki inn í. Þetta gerðist á 107. mínútu, í stöðunni 1-1, en í stað þess að Þýskaland fengi víti og gullið tækifæri til að komast yfir þá vann Spánn 2-1 með marki Mikels Merino á lokamínútu framlengingarinnar. Spánverjar enduðu svo á að verða Evrópumeistarar. Ákvörðun Taylors var vægast sagt umdeild, enda Cucurella með höndina nokkuð frá líkamanum þegar skot Musiala hæfði hana, og núna hefur dómaranefnd UEFA viðurkennt að dæma hefði átt vítaspyrnu. Höndin of langt frá búknum Spænski miðillinn Relevo greinir frá þessu og segir að dómaranefndin vegi reglulega og meti dóma í leikjum, til að stuðla að auknu samræmi í dómgæslu í Evrópu. Eftirlitsmaðurinn Roberto Rosetti segir í áliti til nefndarinnar: „Samkvæmt nýjustu viðmiðum UEFA ætti að taka strangar á því þegar skot eru stöðvuð með hendi, nema að höndin sé mjög nálægt eða snerti búkinn. Í þessu tilviki var höndin sem stöðvaði skotið ekki mjög nálægt búknum, og þannig gerði varnarmaðurinn sig stærri, svo að það hefði átt að dæma víti.“ Tveir og hálfur mánuður eru síðan að leikurinn fór fram og því ekkert sem að Þjóðverjar geta gert úr þessu annað en að svekkja sig á orðnum hlut.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira