Kristófer Helga í veikindaleyfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2024 13:13 Kristófer Helgason hefur annast Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um árabil. Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. „Ég er lamaður öðrum megin í andlitinu. Af sex stigum Palsy þá er ég á fimmta stigi, svo að þetta er töluverð lömun,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Kristófer sem stýrt hefur Reykjavík síðdegis um árabil á Bylgjunni opnaði sig fyrst um veikindi sín á samfélagsmiðlinum Facebook. Gerði vart við sig á þremur dögum „Fyrr á þessu ári greindist ég með Parkinson sjúkdóminn eftir ítarlegar prófanir og rannsóknir. Fyrstu merkin voru skjálfti og skertar fínhreyfingar í vinstri hendi. Nýjasta verkefnið skall á fyrir viku þegar ég greindist með Bell´s Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins.. Bell's Palsy er ákveðin ráðgáta í læknisfræði þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur.“ Kristófer segir að fyrstu einkennin hafi verið höfuðverkur í kringum hægra eyrað, frá kjálka og aftur í hnakka. Þar á eftir hafi tungan og varir byrjað að dofna eins og eftir góða deyfingu hjá tannlækni. Að lokum hafi hann hætt að geta blikkað og lokað hægra auganu en alls tók það Kristófer þrjá daga að lamast. Kristófer deilir á Facebook viðtali sem hann tók í Reykjavík síðdegis árið 2017 við Elías Ólafsson yfirlækni á taugadeild Landspítalans um sjúkdóminn. Grunlaus um að rúmum sjö árum síðar myndi hann reyna þetta á eigin skinni. Getur gengið til baka Samkvæmt tölfræðinni eru ágætis líkur á að lömunin gangi að einhverju leyti eða öllu leyti til baka, þó tíminn verði að leiða það í ljós. „Flestir sem ég hef hitt hafa fengið fullan bata á einhverjum tíma. Þetta er algengara en margir halda, en það getur tekið visst langan tíma.“ Kristófer segir að hann eigi sömuleiðis erfitt með að mynda hljóð þegar varirnar detti út. Þá sérstaklega til að mynda hljóð til að segja stafi eins og B og P. Kristófer er merkilega brattur þrátt fyrir allt. „Ég grínaðist nú með það að það hljóti að hafa verið einhver grínisti sem ákvað að skýra þetta Bell's Palsy, miðað við hvað það er erfitt að segja B og P,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Hann segir ljóst að hann verði frá störfum í útvarpinu í einhvern tíma hið minnsta. Þá hyggst hann einnig taka sér hlé frá því að halda sín vinsælu ketilbjöllunámskeið í World Class. „Við sjáum hvernig þetta þróast. En læknar segja að maður megi samt gera hvað sem er. Þetta er ekki þannig að maður sé rúmfastur.“ Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Bylgjan Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Ég er lamaður öðrum megin í andlitinu. Af sex stigum Palsy þá er ég á fimmta stigi, svo að þetta er töluverð lömun,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Kristófer sem stýrt hefur Reykjavík síðdegis um árabil á Bylgjunni opnaði sig fyrst um veikindi sín á samfélagsmiðlinum Facebook. Gerði vart við sig á þremur dögum „Fyrr á þessu ári greindist ég með Parkinson sjúkdóminn eftir ítarlegar prófanir og rannsóknir. Fyrstu merkin voru skjálfti og skertar fínhreyfingar í vinstri hendi. Nýjasta verkefnið skall á fyrir viku þegar ég greindist með Bell´s Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins.. Bell's Palsy er ákveðin ráðgáta í læknisfræði þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur.“ Kristófer segir að fyrstu einkennin hafi verið höfuðverkur í kringum hægra eyrað, frá kjálka og aftur í hnakka. Þar á eftir hafi tungan og varir byrjað að dofna eins og eftir góða deyfingu hjá tannlækni. Að lokum hafi hann hætt að geta blikkað og lokað hægra auganu en alls tók það Kristófer þrjá daga að lamast. Kristófer deilir á Facebook viðtali sem hann tók í Reykjavík síðdegis árið 2017 við Elías Ólafsson yfirlækni á taugadeild Landspítalans um sjúkdóminn. Grunlaus um að rúmum sjö árum síðar myndi hann reyna þetta á eigin skinni. Getur gengið til baka Samkvæmt tölfræðinni eru ágætis líkur á að lömunin gangi að einhverju leyti eða öllu leyti til baka, þó tíminn verði að leiða það í ljós. „Flestir sem ég hef hitt hafa fengið fullan bata á einhverjum tíma. Þetta er algengara en margir halda, en það getur tekið visst langan tíma.“ Kristófer segir að hann eigi sömuleiðis erfitt með að mynda hljóð þegar varirnar detti út. Þá sérstaklega til að mynda hljóð til að segja stafi eins og B og P. Kristófer er merkilega brattur þrátt fyrir allt. „Ég grínaðist nú með það að það hljóti að hafa verið einhver grínisti sem ákvað að skýra þetta Bell's Palsy, miðað við hvað það er erfitt að segja B og P,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Hann segir ljóst að hann verði frá störfum í útvarpinu í einhvern tíma hið minnsta. Þá hyggst hann einnig taka sér hlé frá því að halda sín vinsælu ketilbjöllunámskeið í World Class. „Við sjáum hvernig þetta þróast. En læknar segja að maður megi samt gera hvað sem er. Þetta er ekki þannig að maður sé rúmfastur.“
Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Bylgjan Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“