Kristófer Helga í veikindaleyfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2024 13:13 Kristófer Helgason hefur annast Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um árabil. Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. „Ég er lamaður öðrum megin í andlitinu. Af sex stigum Palsy þá er ég á fimmta stigi, svo að þetta er töluverð lömun,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Kristófer sem stýrt hefur Reykjavík síðdegis um árabil á Bylgjunni opnaði sig fyrst um veikindi sín á samfélagsmiðlinum Facebook. Gerði vart við sig á þremur dögum „Fyrr á þessu ári greindist ég með Parkinson sjúkdóminn eftir ítarlegar prófanir og rannsóknir. Fyrstu merkin voru skjálfti og skertar fínhreyfingar í vinstri hendi. Nýjasta verkefnið skall á fyrir viku þegar ég greindist með Bell´s Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins.. Bell's Palsy er ákveðin ráðgáta í læknisfræði þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur.“ Kristófer segir að fyrstu einkennin hafi verið höfuðverkur í kringum hægra eyrað, frá kjálka og aftur í hnakka. Þar á eftir hafi tungan og varir byrjað að dofna eins og eftir góða deyfingu hjá tannlækni. Að lokum hafi hann hætt að geta blikkað og lokað hægra auganu en alls tók það Kristófer þrjá daga að lamast. Kristófer deilir á Facebook viðtali sem hann tók í Reykjavík síðdegis árið 2017 við Elías Ólafsson yfirlækni á taugadeild Landspítalans um sjúkdóminn. Grunlaus um að rúmum sjö árum síðar myndi hann reyna þetta á eigin skinni. Getur gengið til baka Samkvæmt tölfræðinni eru ágætis líkur á að lömunin gangi að einhverju leyti eða öllu leyti til baka, þó tíminn verði að leiða það í ljós. „Flestir sem ég hef hitt hafa fengið fullan bata á einhverjum tíma. Þetta er algengara en margir halda, en það getur tekið visst langan tíma.“ Kristófer segir að hann eigi sömuleiðis erfitt með að mynda hljóð þegar varirnar detti út. Þá sérstaklega til að mynda hljóð til að segja stafi eins og B og P. Kristófer er merkilega brattur þrátt fyrir allt. „Ég grínaðist nú með það að það hljóti að hafa verið einhver grínisti sem ákvað að skýra þetta Bell's Palsy, miðað við hvað það er erfitt að segja B og P,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Hann segir ljóst að hann verði frá störfum í útvarpinu í einhvern tíma hið minnsta. Þá hyggst hann einnig taka sér hlé frá því að halda sín vinsælu ketilbjöllunámskeið í World Class. „Við sjáum hvernig þetta þróast. En læknar segja að maður megi samt gera hvað sem er. Þetta er ekki þannig að maður sé rúmfastur.“ Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Bylgjan Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Fleiri fréttir Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Sjá meira
„Ég er lamaður öðrum megin í andlitinu. Af sex stigum Palsy þá er ég á fimmta stigi, svo að þetta er töluverð lömun,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Kristófer sem stýrt hefur Reykjavík síðdegis um árabil á Bylgjunni opnaði sig fyrst um veikindi sín á samfélagsmiðlinum Facebook. Gerði vart við sig á þremur dögum „Fyrr á þessu ári greindist ég með Parkinson sjúkdóminn eftir ítarlegar prófanir og rannsóknir. Fyrstu merkin voru skjálfti og skertar fínhreyfingar í vinstri hendi. Nýjasta verkefnið skall á fyrir viku þegar ég greindist með Bell´s Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins.. Bell's Palsy er ákveðin ráðgáta í læknisfræði þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur.“ Kristófer segir að fyrstu einkennin hafi verið höfuðverkur í kringum hægra eyrað, frá kjálka og aftur í hnakka. Þar á eftir hafi tungan og varir byrjað að dofna eins og eftir góða deyfingu hjá tannlækni. Að lokum hafi hann hætt að geta blikkað og lokað hægra auganu en alls tók það Kristófer þrjá daga að lamast. Kristófer deilir á Facebook viðtali sem hann tók í Reykjavík síðdegis árið 2017 við Elías Ólafsson yfirlækni á taugadeild Landspítalans um sjúkdóminn. Grunlaus um að rúmum sjö árum síðar myndi hann reyna þetta á eigin skinni. Getur gengið til baka Samkvæmt tölfræðinni eru ágætis líkur á að lömunin gangi að einhverju leyti eða öllu leyti til baka, þó tíminn verði að leiða það í ljós. „Flestir sem ég hef hitt hafa fengið fullan bata á einhverjum tíma. Þetta er algengara en margir halda, en það getur tekið visst langan tíma.“ Kristófer segir að hann eigi sömuleiðis erfitt með að mynda hljóð þegar varirnar detti út. Þá sérstaklega til að mynda hljóð til að segja stafi eins og B og P. Kristófer er merkilega brattur þrátt fyrir allt. „Ég grínaðist nú með það að það hljóti að hafa verið einhver grínisti sem ákvað að skýra þetta Bell's Palsy, miðað við hvað það er erfitt að segja B og P,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Hann segir ljóst að hann verði frá störfum í útvarpinu í einhvern tíma hið minnsta. Þá hyggst hann einnig taka sér hlé frá því að halda sín vinsælu ketilbjöllunámskeið í World Class. „Við sjáum hvernig þetta þróast. En læknar segja að maður megi samt gera hvað sem er. Þetta er ekki þannig að maður sé rúmfastur.“
Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Bylgjan Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Fleiri fréttir Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Sjá meira