Svandís gefur kost á sér og vill kosningar í vor Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 24. september 2024 10:26 Svandís tilkynnti ákvörðun sína að loknum ríkisstjórnarfundi á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í formannssæti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Núverandi formaður hefur þegar tilkynnt að hann taki ekki slaginn við Svandísi. Þetta staðfesti Svandís í samtali við fréttastofu að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún segist hlakka til landsfundar, þegar félagar hennar fá tækifæri til að velja sér nýja forystu. Hún vonist auðvitað til þess að hljóta traust flokksmanna. Félagshyggjan þurfi Vinstri græn Þrátt fyrir að flokkurinn sé í erfiðri stöðu finni hún fyrir aukinni stemningu í grasrótinni. Hún sjáist til að mynda vel á skráningum á landsfundinn. Ég held að við áttum okkur öll á því, sem erum félagshyggjumegin í pólitík, að félagshyggjan þarf VG, náttúruverndin þarf VG, kvenfrelsið þarf VG. Ég held að það væri sjónarsviptir af því ef VG væri ekki á hinu pólitíska sviði. Það verður mín áhersla að lyfta flaggi hátt.“ Vill kosningar í vor Hún segist telja að það yrði furðulegt ef áframhaldandi stjórnarsamstarf yrði ekki rætt á landsfundinum. VG hafi alltaf verið þannig hreyfing að hún hafi getað talað saman, líka um erfið mál. Þá segist hún þeirrar skoðunar að nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti á kjörtímabilinu og fólk ætti að fara að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Slagur um varaformannssætið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Þá tilkynnti Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, að hún myndi fara gegn Guðmundi Inga í varaformanninn. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Þetta staðfesti Svandís í samtali við fréttastofu að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún segist hlakka til landsfundar, þegar félagar hennar fá tækifæri til að velja sér nýja forystu. Hún vonist auðvitað til þess að hljóta traust flokksmanna. Félagshyggjan þurfi Vinstri græn Þrátt fyrir að flokkurinn sé í erfiðri stöðu finni hún fyrir aukinni stemningu í grasrótinni. Hún sjáist til að mynda vel á skráningum á landsfundinn. Ég held að við áttum okkur öll á því, sem erum félagshyggjumegin í pólitík, að félagshyggjan þarf VG, náttúruverndin þarf VG, kvenfrelsið þarf VG. Ég held að það væri sjónarsviptir af því ef VG væri ekki á hinu pólitíska sviði. Það verður mín áhersla að lyfta flaggi hátt.“ Vill kosningar í vor Hún segist telja að það yrði furðulegt ef áframhaldandi stjórnarsamstarf yrði ekki rætt á landsfundinum. VG hafi alltaf verið þannig hreyfing að hún hafi getað talað saman, líka um erfið mál. Þá segist hún þeirrar skoðunar að nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti á kjörtímabilinu og fólk ætti að fara að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar í vor. Slagur um varaformannssætið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Þá tilkynnti Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, að hún myndi fara gegn Guðmundi Inga í varaformanninn.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira