Tvö hundruð milljónir í baráttuna um Bessastaði Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 16:15 Frambjóðendurnir sex sem tóku þátt í sjónvarpskappræðum Stöðvar 2 eyddu á bilinu tíu til 57 milljónir króna í framboð sín. Vísir/Vilhelm Frambjóðendurnir tólf sem kepptust um embætti forseta eyddu samtals tæpum 194 milljónum króna í framboð sín. Framboð Katrínar Jakobsdóttur var það langdýrasta en kostnaðurinn við það nam tæpum þrjátíu prósentum af heildarútgjöldum framboðanna. Katrín, sem sagði af sér sem forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram til forseta, eyddi alls 57,3 milljónum króna í framboð sitt, meira en tvöfalt meira en Halla Hrund Logadóttir sem átti næstdýrasta framboðið. Framboð Höllu Hrundar kostaði 27,5 milljónir króna. Þriðja dýrasta framboðið var Höllu Tómasdóttur en það kostaði rétt rúmar 26 milljónir króna. Framboð Arnars Þórs Jónssonar, sem hafnaði í sjötta sæti í kosningunum, var það fjórða dýrasta og kostaði 25,6 milljónir króna. Baldur Þórhallsson átti fimmta dýrasta framboðið, ríflega tuttugu milljónir króna fóru í það. Jón Gnarr hafnaði í fjórða sæti í kosningunum en eyddi umtalsvert minna í sitt framboð en þau fimm sem eyddu mestu. Framboð hans kostaði um 10,6 milljónir króna. Sigurvegarinn fékk flest atkvæði fyrir krónurnar Halla Tómsdóttir fékk flest atkvæði út á hverja krónu sem framboð hennar lagði í baráttuna. Kostnaður hennar við hvert atkvæði var 355 krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Katrínar og Baldurs Þórhallssonar rúmlega þúsund krónur og Höllu Hrundar ríflega átta hundruð krónur. Langhæsti kostnaðurinn við hvert atkvæði var hjá Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Hann nam tæpum 64.500 krónum á atkvæði. Ástþór Magnússon komst henni næstur en hann greiddi rúmlega nítján þúsund krónur fyrir hvert atkvæði sem hann hlaut. Tveir frambjóðendur, þeir Viktor Traustason og Eríkur Ingi Jóhannsson, sögðu að hvorki heildartekjur né kostnaður vegna framboðs þeirra hefði farið umfram 550.000 krónur. Þeir þurftu því ekki að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar. Steinunn Ólína Þorsteinssdóttir skilaði ekki inn slíkri yfirlýsingu. Henni var það ekki skylt að því gefnu að kostnaður eða tekjur framboðsins færu ekki yfir fyrrnefnd fjárhæðarmörk. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44 Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54 Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20 Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58 Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Katrín, sem sagði af sér sem forsætisráðherra til þess að bjóða sig fram til forseta, eyddi alls 57,3 milljónum króna í framboð sitt, meira en tvöfalt meira en Halla Hrund Logadóttir sem átti næstdýrasta framboðið. Framboð Höllu Hrundar kostaði 27,5 milljónir króna. Þriðja dýrasta framboðið var Höllu Tómasdóttur en það kostaði rétt rúmar 26 milljónir króna. Framboð Arnars Þórs Jónssonar, sem hafnaði í sjötta sæti í kosningunum, var það fjórða dýrasta og kostaði 25,6 milljónir króna. Baldur Þórhallsson átti fimmta dýrasta framboðið, ríflega tuttugu milljónir króna fóru í það. Jón Gnarr hafnaði í fjórða sæti í kosningunum en eyddi umtalsvert minna í sitt framboð en þau fimm sem eyddu mestu. Framboð hans kostaði um 10,6 milljónir króna. Sigurvegarinn fékk flest atkvæði fyrir krónurnar Halla Tómsdóttir fékk flest atkvæði út á hverja krónu sem framboð hennar lagði í baráttuna. Kostnaður hennar við hvert atkvæði var 355 krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Katrínar og Baldurs Þórhallssonar rúmlega þúsund krónur og Höllu Hrundar ríflega átta hundruð krónur. Langhæsti kostnaðurinn við hvert atkvæði var hjá Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Hann nam tæpum 64.500 krónum á atkvæði. Ástþór Magnússon komst henni næstur en hann greiddi rúmlega nítján þúsund krónur fyrir hvert atkvæði sem hann hlaut. Tveir frambjóðendur, þeir Viktor Traustason og Eríkur Ingi Jóhannsson, sögðu að hvorki heildartekjur né kostnaður vegna framboðs þeirra hefði farið umfram 550.000 krónur. Þeir þurftu því ekki að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar. Steinunn Ólína Þorsteinssdóttir skilaði ekki inn slíkri yfirlýsingu. Henni var það ekki skylt að því gefnu að kostnaður eða tekjur framboðsins færu ekki yfir fyrrnefnd fjárhæðarmörk.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44 Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54 Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20 Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58 Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Baldur greiddi fjórðung kostnaðar við framboð sitt sjálfur Tæpur fjórðungur af heildarkostnaði við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar kom úr hans eigin vasa. Kostnaðurinn nam tæpum 20,4 milljónum króna en framboðið endurgreiddi styrki sem fóru umfram lögbundið hámark. 24. september 2024 13:44
Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. 10. september 2024 10:54
Arnar setti yfir tíu milljónir króna í eigið framboð Arnar Þór Jónsson varði 25,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Það er svipuð upphæð og Halla Tómasdóttir varði í sitt framboð. Arnar Þór setti rúmar tíu milljónir í frambðið úr eigin sjóðum. 6. september 2024 16:20
Kom út í plús eftir framboðið Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús. 6. september 2024 10:58
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07