Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2024 14:21 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. Þetta kom fram í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í Pallborðinu á Vísi í dag. Ragnar var gestur þáttarins ásamt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, og Sigurði Ágústi Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík. Staða heimilanna, vextir og verðbólgu voru til umræðu. Seðlabankinn hafi kúgað vinnumarkaðinn Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Þau Ragnar og Sigríður Margrét voru spurð hvort þessar spár væru í takt við það sem lagt hefði verið upp með við undirritun kjarasamninga, sem koma til mögulegrar endurskoðunar 1. september á næsta ári. Ragnar Þór segir forsendur samninganna hafa verið þær að Seðlabankinn hefði „kúgað“ vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna með háu vaxtastigi. „Og eina skjólið eru verðtryggðu lánin, með tilheyrandi eignaupptöku. Við höfðum eiginlega engra annarra kosta völ en að ganga að þessum afarkostum, vegna þess að Seðlabankinn og seðlabankastjóri hafði tönnlast óþreytandi á því að vextir myndu ekki lækka nema samningar yrðu gerðir að ákveðinni forskrift. Þeir yrðu hóflegir og svo framvegis.“ Vill út úr samningunum Hann sagði verkalýðshreyfinguna þurfa að leita leiða út úr samningunum „með góðu eða illu, sem allra fyrst“. Ragnar minnti á lögbundið hlutverk Seðlabankans um að verja verðstöðugleika. „En hann átti stóran þátt í því að framkalla hér enn eina húsnæðiskreppuna, sem hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu allra síðustu ár.“ „Seðlabankinn hefur ekki, hann hefur ekki, ég undirstrika það, sinnt sinni lögboðnu skyldu sem er að verja hér verðstöðugleika og fólkið í landinu, heldur unnið gegn því. Fyrir því eru óteljandi rök,“ bætti Ragnar við. Hann sagði þá að Seðlabankinn ynni fyrir „fjármagnið og bankakerfið“. „Við sjáum bara afkomu bankanna, hagnaðurinn er ævintýralegur. Öll þessi tilfærsla, þetta fjármagn sem er að fara frá heimilunum bæði í formi verðbóta á húsnæðislánum, allir þeir sem eru með fastvaxtalán og eru að losna núna, hafa ekkert skjól.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Bestu lífskjör í heimi Sigríður Margrét sagði mikilvægt að hafa í huga að vandinn við stöðuna væri ekki aðeins seðlabankastjóra að taka ábyrgð á. „Vandinn er auðvitað verðbólgan. Okkur miðar í rétta átt, en það er nákvæmlega þannig að ef þú ætlar að ná árangri, alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, hann kemur ekki áreynslulaust.“ Hún sagðist ekki deila sýn Ragnars á samfélagið, og sagði íslenskt samfélag „bjóða einhver bestu lífskjörin á heimsvísu“. „Það er alveg sama hvort við horfum til þess að við séum með hæstu launin kaupmáttarleiðrétt, hæstu lægstu launin, mesta jöfnuðinn, mesta jafnréttið eða bestu lífeyriskerfin. Það er samfélagið sem við búum í.“ Hún sagði erfitt og stórt verkefni að ná efnahagslegum stöðugleika, það tæki tíma og allir þyrftu að spila með. „Við þurfum að taka á undirliggjandi vanda. Við gerðum það, þegar við gerðum þessa skynsömu langtímakjarasamninga.“ Kjaramál Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í Pallborðinu á Vísi í dag. Ragnar var gestur þáttarins ásamt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, og Sigurði Ágústi Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík. Staða heimilanna, vextir og verðbólgu voru til umræðu. Seðlabankinn hafi kúgað vinnumarkaðinn Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Þau Ragnar og Sigríður Margrét voru spurð hvort þessar spár væru í takt við það sem lagt hefði verið upp með við undirritun kjarasamninga, sem koma til mögulegrar endurskoðunar 1. september á næsta ári. Ragnar Þór segir forsendur samninganna hafa verið þær að Seðlabankinn hefði „kúgað“ vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna með háu vaxtastigi. „Og eina skjólið eru verðtryggðu lánin, með tilheyrandi eignaupptöku. Við höfðum eiginlega engra annarra kosta völ en að ganga að þessum afarkostum, vegna þess að Seðlabankinn og seðlabankastjóri hafði tönnlast óþreytandi á því að vextir myndu ekki lækka nema samningar yrðu gerðir að ákveðinni forskrift. Þeir yrðu hóflegir og svo framvegis.“ Vill út úr samningunum Hann sagði verkalýðshreyfinguna þurfa að leita leiða út úr samningunum „með góðu eða illu, sem allra fyrst“. Ragnar minnti á lögbundið hlutverk Seðlabankans um að verja verðstöðugleika. „En hann átti stóran þátt í því að framkalla hér enn eina húsnæðiskreppuna, sem hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu allra síðustu ár.“ „Seðlabankinn hefur ekki, hann hefur ekki, ég undirstrika það, sinnt sinni lögboðnu skyldu sem er að verja hér verðstöðugleika og fólkið í landinu, heldur unnið gegn því. Fyrir því eru óteljandi rök,“ bætti Ragnar við. Hann sagði þá að Seðlabankinn ynni fyrir „fjármagnið og bankakerfið“. „Við sjáum bara afkomu bankanna, hagnaðurinn er ævintýralegur. Öll þessi tilfærsla, þetta fjármagn sem er að fara frá heimilunum bæði í formi verðbóta á húsnæðislánum, allir þeir sem eru með fastvaxtalán og eru að losna núna, hafa ekkert skjól.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Bestu lífskjör í heimi Sigríður Margrét sagði mikilvægt að hafa í huga að vandinn við stöðuna væri ekki aðeins seðlabankastjóra að taka ábyrgð á. „Vandinn er auðvitað verðbólgan. Okkur miðar í rétta átt, en það er nákvæmlega þannig að ef þú ætlar að ná árangri, alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, hann kemur ekki áreynslulaust.“ Hún sagðist ekki deila sýn Ragnars á samfélagið, og sagði íslenskt samfélag „bjóða einhver bestu lífskjörin á heimsvísu“. „Það er alveg sama hvort við horfum til þess að við séum með hæstu launin kaupmáttarleiðrétt, hæstu lægstu launin, mesta jöfnuðinn, mesta jafnréttið eða bestu lífeyriskerfin. Það er samfélagið sem við búum í.“ Hún sagði erfitt og stórt verkefni að ná efnahagslegum stöðugleika, það tæki tíma og allir þyrftu að spila með. „Við þurfum að taka á undirliggjandi vanda. Við gerðum það, þegar við gerðum þessa skynsömu langtímakjarasamninga.“
Kjaramál Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira