Vilja ályktun um stjórnarslit á dagskrá hjá VG Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. september 2024 23:32 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fyrir utan Bessastaði. Vísir/Vilhelm „Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 4. til 6. október 2024 ályktar að tímabært sé að horfa til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.“ Þetta kemur fram í ósamþykktum drögum að ályktunum fyrir landsfund Vinstri Grænna frá málefnahópum og félögum til umræðu og afgreiðslu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. . Þar segir að ríkisstjórnin hafi upphaflega verið mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og í skugga pólitísk óróa. Tekið er fram að festa hafi komist á undir forystu VG en nú séu hins vega brýn verkefni fram undan og mat landsfundar að ekki sé unnt að takast á við þau í núverandi stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn tryggi hagsmuni fjármagnsins Andrés Skúlason, Auður Alfífa Ketilsdóttir, Einar Ólafsson, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Saga Kjartansdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir og Sveinn Máni Jóhannesson eru undirrituð fyrir ályktuninni. Andrés og Helgi Hlynur sitja í stjórn VG. „Hvort sem litið er til náttúruverndar, samfélagsmála eða efnahagsstjórnar þá er það svo að samstarfsflokkar hreyfingarinnar í ríkisstjórn, og þá einkum Sjálfstæðisflokkurinn, hafa að of miklu leyti farið þá leið að tryggja hagsmuni fjármagnsins, á kostnað almennings. Lausna er leitað í einkavæðingu, niðurskurðarstefnu og óheftri stóriðjustefnu, sem allt gengur gegn stefnu Vinstri grænna. Samhliða hefur Sjálfstæðisflokkurinn áfellst fólk fyrir að flýja stríð og gert innflytjendur almennt að blóraböggli fyrir slæmri efnahagsstjórn og vanrækslu innviða,“ segir í ályktuninni. Hvetja til þess að boðið verði til kosninga Við þessu verður ekki unað að mati undirritaðra og tekið fram að hreyfingin geti ekki átt aðild að ríkisstjórnarsamstarfi þar sem ólíklegt sé að hægt verði að takast á við knýjandi verkefni framundan. „Landsfundur hvetur því til þess að boðað verði til kosninga. Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs áréttar stefnu hreyfingarinnar og býður upp á framtíðarsýn fyrir Ísland þar sem fólk er sett í fyrsta sæti og fjármagnið látið mæta afgangi. Hvort sem Vinstri græn verða innan eða utan ríkisstjórnar eftir næstu kosningar mun hreyfingin hafna einkavæðingu og útlendingaandúð og vinna að mannréttindum, kvenfrelsi og félagslegu réttlæti.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Þetta kemur fram í ósamþykktum drögum að ályktunum fyrir landsfund Vinstri Grænna frá málefnahópum og félögum til umræðu og afgreiðslu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. . Þar segir að ríkisstjórnin hafi upphaflega verið mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og í skugga pólitísk óróa. Tekið er fram að festa hafi komist á undir forystu VG en nú séu hins vega brýn verkefni fram undan og mat landsfundar að ekki sé unnt að takast á við þau í núverandi stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn tryggi hagsmuni fjármagnsins Andrés Skúlason, Auður Alfífa Ketilsdóttir, Einar Ólafsson, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Saga Kjartansdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir og Sveinn Máni Jóhannesson eru undirrituð fyrir ályktuninni. Andrés og Helgi Hlynur sitja í stjórn VG. „Hvort sem litið er til náttúruverndar, samfélagsmála eða efnahagsstjórnar þá er það svo að samstarfsflokkar hreyfingarinnar í ríkisstjórn, og þá einkum Sjálfstæðisflokkurinn, hafa að of miklu leyti farið þá leið að tryggja hagsmuni fjármagnsins, á kostnað almennings. Lausna er leitað í einkavæðingu, niðurskurðarstefnu og óheftri stóriðjustefnu, sem allt gengur gegn stefnu Vinstri grænna. Samhliða hefur Sjálfstæðisflokkurinn áfellst fólk fyrir að flýja stríð og gert innflytjendur almennt að blóraböggli fyrir slæmri efnahagsstjórn og vanrækslu innviða,“ segir í ályktuninni. Hvetja til þess að boðið verði til kosninga Við þessu verður ekki unað að mati undirritaðra og tekið fram að hreyfingin geti ekki átt aðild að ríkisstjórnarsamstarfi þar sem ólíklegt sé að hægt verði að takast á við knýjandi verkefni framundan. „Landsfundur hvetur því til þess að boðað verði til kosninga. Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs áréttar stefnu hreyfingarinnar og býður upp á framtíðarsýn fyrir Ísland þar sem fólk er sett í fyrsta sæti og fjármagnið látið mæta afgangi. Hvort sem Vinstri græn verða innan eða utan ríkisstjórnar eftir næstu kosningar mun hreyfingin hafna einkavæðingu og útlendingaandúð og vinna að mannréttindum, kvenfrelsi og félagslegu réttlæti.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira