Unnu spellvirki á finnska þinghúsinu til að mótmæla móvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 11:23 Rauðleit málningin sem var skvett á finnska þinghúsið í Helsinki í morgun átti ef til vill að minna á mórautt vatn. Vísir/EPA Á annan tug umhverfisverndarsinna var handtekinn eftir að spellvirki voru unnin á finnska þinghúsinu í Helsinki í morgun. Fólki skvetti rauðleitum vökva á tröppur og súlur hússins til þess að mótmæla móvinnslu finnsks fyrirtækis í Svíþjóð. Lögreglan í Helsinki segir að um tólf manns hafi verið handteknir við þinghúsið en tilkynning um uppákomuna barst um klukkan átta í morgun að staðartíma, fimm að íslenskum tíma. Finnsku umhverfisverndarsamtökin Elokapina og sænsku samtökin Endurheimtum votlendi lýstu yfir ábyrgð á gjörningnum og segja að tíu manns á vegum þeirra hafi skvett vatnsleysanlegri málningu á þinghúsið, að því er kemur fram í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE. Elokapina eru finnsk systursamtök breska aðgerðahópsins Útrýmingaruppreisnarinnar (e. Excinction Rebellion) sem hefur vakið athygli fyrir beinskeyttar mótmælaaðgerðir á undanförnum árum. Umhverfisverndarsinnarnir sögðu málninguna sem þeir notuðu auðleysanlega í vatni.Vísir/EPA Með gjörningnum vildu samtökin vekja athygli á móvinnsla finnska ríkisfyrirtækisins Neova í Svíþjóð sem þau segja hræðilega óloftslagsvæna. Þau krefjast þess að finnsk stjórnvöld bindi enda á vinnsluna. Neova hóf brennslu á mó til orkuframleiðslu aftur til þess að bregðast við samdrætti í innflutningi á rússneskum viði eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Fram að því hafði brennsla á mó dregist verulega saman í samræmi við loftslagsstefnu finnskra stjórnvalda um að draga úr notkun mós um helming fyrir 2030. Þáverandi ríkisstjórn sagði nauðsynlegt að fasa út mó í ljósi þess að brennsla á honum til raforkuframleiðslu losi meiri koltvísýring en á kolum. Mór, sem er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast í votlendi, var notaður sem eldsneyti á Íslandi um margra alda skeið. Spellvirkin á finnska þinghúsinu voru sýnileg úr töluverðri fjarlægð.Vísir/EPA Tíu aðgerðasinnar skvettu rauðri málningu á tröppur og súlur finnska þjóðþingsins í Helsinki.Vísir/EPA Finnland Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Lögreglan í Helsinki segir að um tólf manns hafi verið handteknir við þinghúsið en tilkynning um uppákomuna barst um klukkan átta í morgun að staðartíma, fimm að íslenskum tíma. Finnsku umhverfisverndarsamtökin Elokapina og sænsku samtökin Endurheimtum votlendi lýstu yfir ábyrgð á gjörningnum og segja að tíu manns á vegum þeirra hafi skvett vatnsleysanlegri málningu á þinghúsið, að því er kemur fram í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE. Elokapina eru finnsk systursamtök breska aðgerðahópsins Útrýmingaruppreisnarinnar (e. Excinction Rebellion) sem hefur vakið athygli fyrir beinskeyttar mótmælaaðgerðir á undanförnum árum. Umhverfisverndarsinnarnir sögðu málninguna sem þeir notuðu auðleysanlega í vatni.Vísir/EPA Með gjörningnum vildu samtökin vekja athygli á móvinnsla finnska ríkisfyrirtækisins Neova í Svíþjóð sem þau segja hræðilega óloftslagsvæna. Þau krefjast þess að finnsk stjórnvöld bindi enda á vinnsluna. Neova hóf brennslu á mó til orkuframleiðslu aftur til þess að bregðast við samdrætti í innflutningi á rússneskum viði eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Fram að því hafði brennsla á mó dregist verulega saman í samræmi við loftslagsstefnu finnskra stjórnvalda um að draga úr notkun mós um helming fyrir 2030. Þáverandi ríkisstjórn sagði nauðsynlegt að fasa út mó í ljósi þess að brennsla á honum til raforkuframleiðslu losi meiri koltvísýring en á kolum. Mór, sem er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast í votlendi, var notaður sem eldsneyti á Íslandi um margra alda skeið. Spellvirkin á finnska þinghúsinu voru sýnileg úr töluverðri fjarlægð.Vísir/EPA Tíu aðgerðasinnar skvettu rauðri málningu á tröppur og súlur finnska þjóðþingsins í Helsinki.Vísir/EPA
Finnland Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira