Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu dansarans þar sem segir: „Dansaðu með englunum. Við elskum þig.“ Í færslunni segir ekkert um dánarorsökina.
Cat var einn mikilvægasti samstarfsaðili Prince á þeim tíma þar sem frægðarsól hans skein hvað hæst. Hún var dansari og dansöfundur í fjölda tónlistarmyndbanda Prince tengdum plötunum Sign of the Times frá 1987 og Lovesexy frá 1988. Hún dansaði sömuleiðis á sviði á tónlistarferðalögum tónlistarmannsins.
Dansarnir og danshönnunin gerði hana að órjúfanlegum þætti í listaheimi Prince, en hún rappaði einnig í laginu Alphabet St. sem er meðal stæstu smella Prince.
Prince lést árið 2016 vegna ofneyslu fentanýls. Hann varð 57 ára gamall.
Cat lætur eftir sig tvíburadætur og son.
