Viðskipti innlent

Verður fram­kvæmda­stjóri á hug­búnaðar­sviði Origo

Atli Ísleifsson skrifar
Árni Geir Valgeirsson kemur til Origo frá Íslandsbanka.
Árni Geir Valgeirsson kemur til Origo frá Íslandsbanka.

Árni Geir Valgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Origo og mun hann leiða hugbúnaðarsvið félagsins frá októbermánuði.

Í tilkynningu kemur fram að Árni Geir hafi víðtæka reynslu af stjórnun í hugbúnaðarþróun og rekstri. 

„Hann starfaði áður hjá Íslandsbanka frá árinu 2011 þar sem hann var forstöðumaður stafrænnar þróunar á upplýsingatæknisviði, ásamt því að bera ábyrgð á tækniframþróun og tæknihögun, bæði í þróun og rekstri. Fyrir það vann Árni við hugbúnaðarþróun og rekstur hjá Tern Systems, VIJV og Oz.

Árni er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í verkfræði með áherslu á máltækni og gervigreind frá Álaborgarháskóla,“ segir í tilkynningunni. 

Origo er þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækni. Fyrirtækið veitir rekstrarþjónustu, þróar hugbúnað og er samstarfsaðili fyrirtækja í stafrænni vegferð. Hjá Origo starfa yfir þrjú hundruð manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×