Enski boltinn

Sam­herji Stefáns Teits kærður fyrir meint bit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mynd af atvikinu sem um er ræðir.
Mynd af atvikinu sem um er ræðir. Dave Howarth/Getty Images

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Milutin Osmajić, framherja Preston North End, fyrir meint bit í leik gegn Blackburn Rovers á dögunum. 

Á dögunum gerðu Preston og Blackburn markalaust jafntefli í ensku B-deild karla í knattspyrnu. Hvorki Stefán Teitur né Arnór Sigurðsson komu við sögu. Það átti sér hins vegar stað atvik sem hefur dregið dilk á eftir sér.

Hinn 22 ára gamli Beck, sem er á láni hjá Blackburn frá Liverpool, var sendur af velli undir lok leiks en í kjölfarið fór allt í bál og brand. Í kjölfarið sagði Beck að Osmajić hefði bitið hann í bakið.

Osmajić hefur til 30. september til að svara ákæru enska knattspyrnusambandsins. Árið 2013 var Luis Suarez, framherji Liverpool, dæmdur í 10 leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanović.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×