Ætlar sér að vinna heimsleikana í Crossfit Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2024 08:01 Breki er ótrúlegur íþróttamaður. Vísir/einar Breki Þórðarson hafnaði í öðru sæti á heimsleikum fatlaðra í Crossfit. Hann setur stefnuna á það að keppa í Crossfit ófatlaðra. Breki er nýkominn frá heimsleikunum í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann náði þessum frábæra árangri. Hann keppir í sínum fötlunarflokki en Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „Fyrsti dagurinn byrjaði mjög sterkt og þá öðlaðist ég mikið sjálfstraust fyrir næstu dögum. Síðan gekk þetta svona upp og ofan eftir það og síðustu tvær greinarnar gekk mér ekkert allt of vel í og ég hefði viljað framkvæma betur. En ef einhver hefði sagt við mig fyrir leikana að ég myndi lenda í öðru sæti þá hefði ég tekið því. En eftir fyrsta daginn var ég farinn að sjá fyrir mér að ég gæti hafnað í fyrsta sætinu og því var þetta smá súrsætt,“ segir Breki í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Sumar æfingar of erfiðar Eins og áður segir fæddist Breki og er hann einhentur. „Sumar greinar eru þannig að ég get varla framkvæmt þær, eins og hreyfingar þar sem ég þarf að vera með tvö handlóð. Ég er aftur á móti búinn að læra að nota stöngina við upphífingar og annað. En tvö handlóð er frekar erfitt. Svo eru einhver atriði sem eru þess eðlis, að ég kannski get gert þau en það er erfiðara fyrir mig.“ Breki starfar sem verkefnastjóri hjá Eflu og getur ekki lifað á því að vera Crossfittari. „Því miður borgar þetta ekki nægilega mikið til að ég geti verið atvinnumaður. Ég fékk einhvern hundrað þúsund kall fyrir að lenda í öðru sæti. Ég vinn því fullt starf hjá Eflu og síðan kem ég hingað á kvöldin og æfi.“ Hann setur markið á það að vinna heimsleikana í Crossfit fatlaðra á næstu leikum og hefur einnig hug á því að keppa í Crossfit hér á landi í flokki ófatlaðra. CrossFit Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Sjá meira
Breki er nýkominn frá heimsleikunum í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann náði þessum frábæra árangri. Hann keppir í sínum fötlunarflokki en Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „Fyrsti dagurinn byrjaði mjög sterkt og þá öðlaðist ég mikið sjálfstraust fyrir næstu dögum. Síðan gekk þetta svona upp og ofan eftir það og síðustu tvær greinarnar gekk mér ekkert allt of vel í og ég hefði viljað framkvæma betur. En ef einhver hefði sagt við mig fyrir leikana að ég myndi lenda í öðru sæti þá hefði ég tekið því. En eftir fyrsta daginn var ég farinn að sjá fyrir mér að ég gæti hafnað í fyrsta sætinu og því var þetta smá súrsætt,“ segir Breki í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Sumar æfingar of erfiðar Eins og áður segir fæddist Breki og er hann einhentur. „Sumar greinar eru þannig að ég get varla framkvæmt þær, eins og hreyfingar þar sem ég þarf að vera með tvö handlóð. Ég er aftur á móti búinn að læra að nota stöngina við upphífingar og annað. En tvö handlóð er frekar erfitt. Svo eru einhver atriði sem eru þess eðlis, að ég kannski get gert þau en það er erfiðara fyrir mig.“ Breki starfar sem verkefnastjóri hjá Eflu og getur ekki lifað á því að vera Crossfittari. „Því miður borgar þetta ekki nægilega mikið til að ég geti verið atvinnumaður. Ég fékk einhvern hundrað þúsund kall fyrir að lenda í öðru sæti. Ég vinn því fullt starf hjá Eflu og síðan kem ég hingað á kvöldin og æfi.“ Hann setur markið á það að vinna heimsleikana í Crossfit fatlaðra á næstu leikum og hefur einnig hug á því að keppa í Crossfit hér á landi í flokki ófatlaðra.
CrossFit Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Sjá meira