Markvarslan Alisson í blóð borin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 07:00 Alisson er án efa einn besti markvörður heims. EPA-EFE/PETER POWELL Alisson Becker, markvörður Liverpool og Brasilíu, segir titla ekki vera sína helstu hvatningu en segja má að markvarsla sé honum í blóð borin. Segja má að markvarsla sé fjölskylduáhugamál en eldri bróðirinn Muriel hóf feril sinn sem markvörður hjá Internacional. Átti það eftir að hafa mikil áhrif á Alisson. Móðir þeirra, Magali Lino de Souza Becker, lék lengi vel sem handboltamarkvörður. Faðir þeirra bræðra heitinn, Jose Agostinho Becker, var markvörður fyrir vinnustað sinn og langafi þeirra var markvörður fyrir áhugamannalið á árum áður. Alisson "will always be thankful" for the love and support he was shown when he lost his dad."I miss him every day" ❤#BBCFootball pic.twitter.com/z1Jo5r8meG— Match of the Day (@BBCMOTD) September 27, 2024 Þrátt fyrir allt þetta reyndi Muriel að tala Alisson til og koma í veg fyrir að yngri bróðirinn yrði markvörður. Alisson lét ekki til segjast og sér ekki eftir því í dag. Hann var til viðtals í þættinum Football Focus. Ræddi hann þar við Joe Hart, fyrrverandi markvörð Manchester City, Celtic og enska landsliðsins. „Bróðir minn vissi hversu erfitt það er að vera markvörður og hann sagði mér að spila sem framherji eða annars staðar á vellinum því það væri of mikil þjáning fólgin í því að vera markvörður.“ Alisson sagðist hafa reynt fyrir sér á miðri miðjunni en það hafi aðeins tekið eina æfingu að sjá að það væri ekki fyrir hann. „Ég naut þess að horfa á Muriel milli stanganna. Sjá hann skutla sér og verja boltann. Ég valdi að gera það sama og ég elska að vera markvörður.“ Hvað fyrirmyndir varða sem eru ekki bundnar honum fjölskylduböndum þá sagðist Alisson horfa upp til samlanda síns Claudio Taffarel, ítölsku goðsagnarinnar Gianluigi Buffon sem og þýska risans Manuel Neuer sem er enn að spila með Bayern München. Alisson til mikillar gleði hóf Taffarel störf hjá Liverpool árið 2021. „Ég vill æfa vel og mikið ,hann veit það. Við eigum í góðu vinasambandi og það lætur okkur leggja enn harðar að okkur. Hann hjálpar mér mikið og við skiljum hvorn annan. hann er fyrirmynd sem persónu og ég tel mig heppinn að hafa hann í mínu horni.“ Titlar ekki helsta hvatningin Hinn 31 árs gamli Alisson hóf ferilinn hjá Internacional, fór þaðan til Roma á Ítalíu og svo til Liverpool árið 2018. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina, HM félagsliða og enska deildarbikarinn. Hann er trúaður og þakkar trúarlegu uppeldi sínu sem og vinnusiðfræði árangur sinn á vellinum. „Mín helsta hvatning eru ekki titlarnir, hvatning mín kemur að innan. Trú mín lætur mig leggja hart að mér. Ég vil vera sá besti í því sem ég geri því ég trúi að allt sem trúi sé hrós til Guðs. Að vinna titla og verðlaun gerir mig glaðan en hvatning mín kemur að innan og frá fjölskyldu minni.“ 🗣️ "We think he is [back]. He trained yesterday as part of our session with the group"Liverpool boss Arne Slot says Alisson should be available for their clash with Wolves 🔴 pic.twitter.com/jRNigVzdTC— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 27, 2024 Í lokin á viðtalinu kemur fram að Arne Slot vilji hafa Alisson meira í æfingum með liðinu svo hann sé betri í að spila út. Það er eitthvað sem Brasilíumaðurinn er ánægður með. „Hann er klár þjálfari og hefur hjálpað okkur mikið. Þú sérð hvernig við erum að spila nú. Við erum með gott leikplan og erum að fara í rétta átt.“ Að endingu sagðist Alisson vera 100 prósent skuldbundinn Liverpool en hann var orðaður við Sádi-Arabíu í sumar og þá keypti Liverpool nýjan markvörð. Ef til vill þarf sá að bíða lengur eftir að taka við sem aðalmarkvörður þar sem Alisson virðist ekki vera að fara neitt. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sjá meira
Segja má að markvarsla sé fjölskylduáhugamál en eldri bróðirinn Muriel hóf feril sinn sem markvörður hjá Internacional. Átti það eftir að hafa mikil áhrif á Alisson. Móðir þeirra, Magali Lino de Souza Becker, lék lengi vel sem handboltamarkvörður. Faðir þeirra bræðra heitinn, Jose Agostinho Becker, var markvörður fyrir vinnustað sinn og langafi þeirra var markvörður fyrir áhugamannalið á árum áður. Alisson "will always be thankful" for the love and support he was shown when he lost his dad."I miss him every day" ❤#BBCFootball pic.twitter.com/z1Jo5r8meG— Match of the Day (@BBCMOTD) September 27, 2024 Þrátt fyrir allt þetta reyndi Muriel að tala Alisson til og koma í veg fyrir að yngri bróðirinn yrði markvörður. Alisson lét ekki til segjast og sér ekki eftir því í dag. Hann var til viðtals í þættinum Football Focus. Ræddi hann þar við Joe Hart, fyrrverandi markvörð Manchester City, Celtic og enska landsliðsins. „Bróðir minn vissi hversu erfitt það er að vera markvörður og hann sagði mér að spila sem framherji eða annars staðar á vellinum því það væri of mikil þjáning fólgin í því að vera markvörður.“ Alisson sagðist hafa reynt fyrir sér á miðri miðjunni en það hafi aðeins tekið eina æfingu að sjá að það væri ekki fyrir hann. „Ég naut þess að horfa á Muriel milli stanganna. Sjá hann skutla sér og verja boltann. Ég valdi að gera það sama og ég elska að vera markvörður.“ Hvað fyrirmyndir varða sem eru ekki bundnar honum fjölskylduböndum þá sagðist Alisson horfa upp til samlanda síns Claudio Taffarel, ítölsku goðsagnarinnar Gianluigi Buffon sem og þýska risans Manuel Neuer sem er enn að spila með Bayern München. Alisson til mikillar gleði hóf Taffarel störf hjá Liverpool árið 2021. „Ég vill æfa vel og mikið ,hann veit það. Við eigum í góðu vinasambandi og það lætur okkur leggja enn harðar að okkur. Hann hjálpar mér mikið og við skiljum hvorn annan. hann er fyrirmynd sem persónu og ég tel mig heppinn að hafa hann í mínu horni.“ Titlar ekki helsta hvatningin Hinn 31 árs gamli Alisson hóf ferilinn hjá Internacional, fór þaðan til Roma á Ítalíu og svo til Liverpool árið 2018. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina, HM félagsliða og enska deildarbikarinn. Hann er trúaður og þakkar trúarlegu uppeldi sínu sem og vinnusiðfræði árangur sinn á vellinum. „Mín helsta hvatning eru ekki titlarnir, hvatning mín kemur að innan. Trú mín lætur mig leggja hart að mér. Ég vil vera sá besti í því sem ég geri því ég trúi að allt sem trúi sé hrós til Guðs. Að vinna titla og verðlaun gerir mig glaðan en hvatning mín kemur að innan og frá fjölskyldu minni.“ 🗣️ "We think he is [back]. He trained yesterday as part of our session with the group"Liverpool boss Arne Slot says Alisson should be available for their clash with Wolves 🔴 pic.twitter.com/jRNigVzdTC— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 27, 2024 Í lokin á viðtalinu kemur fram að Arne Slot vilji hafa Alisson meira í æfingum með liðinu svo hann sé betri í að spila út. Það er eitthvað sem Brasilíumaðurinn er ánægður með. „Hann er klár þjálfari og hefur hjálpað okkur mikið. Þú sérð hvernig við erum að spila nú. Við erum með gott leikplan og erum að fara í rétta átt.“ Að endingu sagðist Alisson vera 100 prósent skuldbundinn Liverpool en hann var orðaður við Sádi-Arabíu í sumar og þá keypti Liverpool nýjan markvörð. Ef til vill þarf sá að bíða lengur eftir að taka við sem aðalmarkvörður þar sem Alisson virðist ekki vera að fara neitt.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sjá meira