Enski boltinn

Stuðnings­maður safnað milljónum eftir að völlur fé­lagsins skemmdist

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Völlur liðsins kom illa út úr því þegar það flæddi inn á hann nýverið.
Völlur liðsins kom illa út úr því þegar það flæddi inn á hann nýverið. Wimbledon

Stuðningsmaður Wimbledon hefur safnað vel rúmlega tuttugu milljónum íslenskra króna, 120 þúsund pundum, fyrir félagið sitt eftir að völlur liðsins skemmdist á dögunum.

Völlur Wimbledon, sem leikur í ensku D-deildinni, varð fyrir miklum skemmdum á dögunum eftir mikil flóð í Englandi. Völlurinn er því óleikfær og ljóst að liðið mun ekki spila þar á næstunni. Til að mynda hefur leik liðsins við Accrington Stanley verið frestað um ókomna tíð.

Graham Stacey, einn helsti stuðningsmaður liðsins, hefur lagt sitt á vogarskálarnar og safnað tugum milljóna fyrir lið sitt en liðið biður fólk þó um að hætta að leggja söfnuninni lið þar sem upphæðin ásamt tryggingum sé meira en nóg.

„Félagið fær algjörlega að ráða hvað það gerir við peninginn, það er í þeirra höndum. Ef þetta þýðir að félagið getur fjárfest í auka dælu til að koma vatninu af leikvanginum örlítið hraðar þá er það frábært,“ sagði Stacey í viðtali við BBC.

Newcastle United hefur einnig lagt sitt á vogarskálarnar en liðin mætast í enska deildarbikarnum þann 1. október næstkomandi.

Leikurinn var færður á heimavöll Newcastle og er uppselt. Af því fær Wimbledon 45 prósent af miðasölunni ásamt því að Newcastle átti rúmlega tvær og hálfa milljón króna af þeim rúmlega tuttugu sem Graham safnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×