Gerði grín að Konaté sem vildi verða maður leiksins Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2024 22:30 Ibrahima Konaté var bæði hetja og skúrkur um tíma í leiknum gegn Wolves í dag. Getty/John Powell Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, brást léttur við þeirri skoðun Ibrahima Konaté að hann hefði nú átt að verða valinn maður leiksins gegn Wolves í dag, og var ekki alveg sammála miðverðinum. Óhætt er að segja að Konaté hafi verið áberandi í leiknum í dag, sem Liverpool vann á endanum 2-1. Konaté skoraði fyrsta mark leiksins með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson, en átti svo alla sök á jöfnunarmarki Úlfanna. Það kom eftir að Konaté reyndi að skýla boltanum aftur fyrir endamörk, með mjög afslöppuðum hætti, en upp úr því skoraði Rayan Ait-Nouri. Á endanum kom það ekki að sök og Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu strax í kjölfarið. Ekki sáttur við Gary Neville Mistök Konaté voru þó sjálfsagt sérfræðingum Sky Sports í huga þegar þeir völdu Ryan Gravenberch sem mann leiksins. Konaté var beðinn um að afhenda félaga sínum viðurkenninguna og sló þá á létta strengi: „Hver velur eiginlega mann leiksins? Hvernig er þetta mögulegt? Þetta er vinur minn og ég verð að gefa honum þetta. En ég skoraði í Mílanó og ég skoraði í dag... átti ég þetta ekki skilið?“ spurði Konaté léttur. „Hvað gerðist? Þið verðið að tala við þann sem ákveður þetta,“ sagði Konaté og þegar hann fékk svar við því bætti hann við: „Gary Neville... takk fyrir, Gary!“ Arne Slot on Konate thinking he deserved MOTM:“Maybe he forgot that moment we conceded a goal. Maybe that’s why we conceded because he wasn’t all there at the moment. Because to say the least it was avoidable.”😭😭😭 pic.twitter.com/j7dAKYcJRo— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) September 28, 2024 Eftir þetta var skipt yfir á Arne Slot sem var spurður hvað honum þætti um kröfu Konaté. „Konaté? Tja, hann hefur þá kannski gleymt augnablikinu þegar við fengum á okkur mark. Það er þá kannski ástæðan fyrir því að við fengum þetta mark á okkur, að hann var ekki alveg með þar, því það er óhætt að segja að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta,“ sagði Slot. Konaté hefur átt fast sæti í liði Liverpool síðan Slot skipti honum inn á í upphafi seinni háflleiks gegn Ipswich, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sjá meira
Óhætt er að segja að Konaté hafi verið áberandi í leiknum í dag, sem Liverpool vann á endanum 2-1. Konaté skoraði fyrsta mark leiksins með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson, en átti svo alla sök á jöfnunarmarki Úlfanna. Það kom eftir að Konaté reyndi að skýla boltanum aftur fyrir endamörk, með mjög afslöppuðum hætti, en upp úr því skoraði Rayan Ait-Nouri. Á endanum kom það ekki að sök og Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool úr vítaspyrnu strax í kjölfarið. Ekki sáttur við Gary Neville Mistök Konaté voru þó sjálfsagt sérfræðingum Sky Sports í huga þegar þeir völdu Ryan Gravenberch sem mann leiksins. Konaté var beðinn um að afhenda félaga sínum viðurkenninguna og sló þá á létta strengi: „Hver velur eiginlega mann leiksins? Hvernig er þetta mögulegt? Þetta er vinur minn og ég verð að gefa honum þetta. En ég skoraði í Mílanó og ég skoraði í dag... átti ég þetta ekki skilið?“ spurði Konaté léttur. „Hvað gerðist? Þið verðið að tala við þann sem ákveður þetta,“ sagði Konaté og þegar hann fékk svar við því bætti hann við: „Gary Neville... takk fyrir, Gary!“ Arne Slot on Konate thinking he deserved MOTM:“Maybe he forgot that moment we conceded a goal. Maybe that’s why we conceded because he wasn’t all there at the moment. Because to say the least it was avoidable.”😭😭😭 pic.twitter.com/j7dAKYcJRo— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) September 28, 2024 Eftir þetta var skipt yfir á Arne Slot sem var spurður hvað honum þætti um kröfu Konaté. „Konaté? Tja, hann hefur þá kannski gleymt augnablikinu þegar við fengum á okkur mark. Það er þá kannski ástæðan fyrir því að við fengum þetta mark á okkur, að hann var ekki alveg með þar, því það er óhætt að segja að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta,“ sagði Slot. Konaté hefur átt fast sæti í liði Liverpool síðan Slot skipti honum inn á í upphafi seinni háflleiks gegn Ipswich, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sjá meira