„Þetta er eiginlega bankahrun karlmennskunnar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. september 2024 15:42 Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og prófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Einar „Mér fannst ég þurfa gera eitthvað til að vinna úr þessu. Ég hef nú ekki enn þá, síðan að bókin kom út, hitt einhvern karlmann sem ekki þykist vera ringlaður. Það voru alls konar skilaboð sem við karlmenn fengum, misvísandi eins og gengur. Við áttum eftir að vinna úr þessu, karlmenn sem hópur.“ Þetta segir Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og prófessor við Háskóla Íslands, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Rúnar gaf nýlega út bókina „Þú ringlaði karlmaður, tilraun til kerfisuppfærslu“ sem hefur vakið þó nokkra athygli. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. „Er þetta eitthvað femínista kjaftæði?“ Hann segir skrifin hafa komið til í kjölfar MeToo byltingarinnar sem hann upplifði á sínum tíma sem ákveðið högg fyrir karlamenningu. Hann skrifaði bókina til að vinna úr byltingunni svo að karlmenn geti betur tekið hana til sín og „uppfært sig“. „Eftir á að hyggja var þetta í raun ekkert ósvipað bankahruninu. Þetta er eiginlega bankahrun karlmennskunnar. Ég upplifði það þannig og kannski var ég bara svona blautur á bak við eyrun að mig grunaði ekki að þetta væri svo slæmt.“ Þegar Rúnar vísar til ringlaðra karlmanna á hann við að karlmenn hafa ekki náð að staðsetja sig í nýrri heimsmynd og nýju kerfi eftir byltinguna og breytt viðhorf sem hefur fylgt síðustu árum. „Konur og femínistar hafa ýtt kerfinu á annan stað og það má segja að þau hafi núna undirtökin í orðræðunni. Mér finnst við ekki hafa svarað því almennilega og kannski fyrst og fremst því við erum ringlaðir og vitum ekki hvernig á að svara því. Við höfum kannski fyrst og fremst svarað því með því að fara í vörn og vissa afneitun. Ég hitti mann sem sagði við mig: „Varstu að gefa út bók? Er þetta eitthvað femínista kjaftæði? Þá þarf ég ekkert að lesa þetta!“ Þetta er oft viðbrögðin.“ „Mér fannst ég ekki hafa notið neinna forréttinda“ Hann hvetur karlmenn til að kynna sér hlutina almennilega og taka þátt í orðræðunni. Hann áréttar að hann sé ekki að andmæla MeToo byltingunni eða breyttu landslagi. Rúnar byggir mikið á sinni eigin ævi og reynslu sinni á þessu sviði. Hann segist hafa verið óöruggur fyrst um sinn eftir MeToo byltinguna og bendir á að tveir þriðju af nemendum hans eru kvenkyns. „Ég veit á þeim tímapunkti ekki hvaðan á mig stendur veðrið. Viðmiðið var að hreyfast til og mér fannst ég ekki vera búinn að læra á þessi nýju viðmið. Mér fannst ég ekki hafa notið neinna forréttinda. Mér fannst ég bara vera einn af þessum pínulitlu köllum sem að Stuðmenn syngja um. Alltaf verið að basla í þessum listageira en eintómt basl eins og fólk veit svo mér fannst ég ekki hafa notið neinna forréttinda. En það er einmitt málið, við vitum ekki að því. Ég fer í gegnum svoleiðis atriði í bókinni þegar maður veit ekki af sínum forréttindum.“ Fjallar um mál er varða svefnherbergið Rúnar segir að þó að hann sé búinn að skrifa bók um málið sé hann enn að stoppa sig af þegar hann talar. Hann segir hið karlæga kerfi eiga það til að tala í gegnum okkur. „Það kom kona í útgáfuhófið og hún tilkynnti sér að maðurinn sinn hefði ekki getað komið og ég sagði: „En hann sendi betri helminginn.“ Hann sendi. Eins og hann hafði valdið því, auðvitað kom hún af sjálfsdáðum og ég áttaði mig á því um leið og ég sagði það. Þarna er þetta kerfi að tala í gegnum okkur.“ Hann segir mikilvægt að læra inn á kerfið svo að öll kyn geti lært að njóta þess betur að vera saman. Í bókinni fjallar Rúnar um mál er varða vinnumarkaðinn, dómskerfið og svefnherbergið. Rúnar ítrekar að hann sé alls ekki með öll svörin en vonast til þess að opna umræðuna. MeToo Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta segir Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og prófessor við Háskóla Íslands, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Rúnar gaf nýlega út bókina „Þú ringlaði karlmaður, tilraun til kerfisuppfærslu“ sem hefur vakið þó nokkra athygli. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. „Er þetta eitthvað femínista kjaftæði?“ Hann segir skrifin hafa komið til í kjölfar MeToo byltingarinnar sem hann upplifði á sínum tíma sem ákveðið högg fyrir karlamenningu. Hann skrifaði bókina til að vinna úr byltingunni svo að karlmenn geti betur tekið hana til sín og „uppfært sig“. „Eftir á að hyggja var þetta í raun ekkert ósvipað bankahruninu. Þetta er eiginlega bankahrun karlmennskunnar. Ég upplifði það þannig og kannski var ég bara svona blautur á bak við eyrun að mig grunaði ekki að þetta væri svo slæmt.“ Þegar Rúnar vísar til ringlaðra karlmanna á hann við að karlmenn hafa ekki náð að staðsetja sig í nýrri heimsmynd og nýju kerfi eftir byltinguna og breytt viðhorf sem hefur fylgt síðustu árum. „Konur og femínistar hafa ýtt kerfinu á annan stað og það má segja að þau hafi núna undirtökin í orðræðunni. Mér finnst við ekki hafa svarað því almennilega og kannski fyrst og fremst því við erum ringlaðir og vitum ekki hvernig á að svara því. Við höfum kannski fyrst og fremst svarað því með því að fara í vörn og vissa afneitun. Ég hitti mann sem sagði við mig: „Varstu að gefa út bók? Er þetta eitthvað femínista kjaftæði? Þá þarf ég ekkert að lesa þetta!“ Þetta er oft viðbrögðin.“ „Mér fannst ég ekki hafa notið neinna forréttinda“ Hann hvetur karlmenn til að kynna sér hlutina almennilega og taka þátt í orðræðunni. Hann áréttar að hann sé ekki að andmæla MeToo byltingunni eða breyttu landslagi. Rúnar byggir mikið á sinni eigin ævi og reynslu sinni á þessu sviði. Hann segist hafa verið óöruggur fyrst um sinn eftir MeToo byltinguna og bendir á að tveir þriðju af nemendum hans eru kvenkyns. „Ég veit á þeim tímapunkti ekki hvaðan á mig stendur veðrið. Viðmiðið var að hreyfast til og mér fannst ég ekki vera búinn að læra á þessi nýju viðmið. Mér fannst ég ekki hafa notið neinna forréttinda. Mér fannst ég bara vera einn af þessum pínulitlu köllum sem að Stuðmenn syngja um. Alltaf verið að basla í þessum listageira en eintómt basl eins og fólk veit svo mér fannst ég ekki hafa notið neinna forréttinda. En það er einmitt málið, við vitum ekki að því. Ég fer í gegnum svoleiðis atriði í bókinni þegar maður veit ekki af sínum forréttindum.“ Fjallar um mál er varða svefnherbergið Rúnar segir að þó að hann sé búinn að skrifa bók um málið sé hann enn að stoppa sig af þegar hann talar. Hann segir hið karlæga kerfi eiga það til að tala í gegnum okkur. „Það kom kona í útgáfuhófið og hún tilkynnti sér að maðurinn sinn hefði ekki getað komið og ég sagði: „En hann sendi betri helminginn.“ Hann sendi. Eins og hann hafði valdið því, auðvitað kom hún af sjálfsdáðum og ég áttaði mig á því um leið og ég sagði það. Þarna er þetta kerfi að tala í gegnum okkur.“ Hann segir mikilvægt að læra inn á kerfið svo að öll kyn geti lært að njóta þess betur að vera saman. Í bókinni fjallar Rúnar um mál er varða vinnumarkaðinn, dómskerfið og svefnherbergið. Rúnar ítrekar að hann sé alls ekki með öll svörin en vonast til þess að opna umræðuna.
MeToo Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira