Körfubolti

Tryggvi með tíu í fyrsta leik

Sindri Sverrisson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason og félagar hófu leiktíðina á Spáni með sigri í dag.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar hófu leiktíðina á Spáni með sigri í dag. vísir/Hulda Margrét

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason átti sinn þátt í 90-72 sigri Bilbao Basket á Breogán í fyrstu umferð efstu deild Spánar í körfubolta í dag.

Tryggvi setti niður fjögur af fimm skotum sínum við körfuna, og bæði vítaskot sín, og endaði því með tíu stig. Hann tók auk þess sjö fráköst eða næstflest í Bilbao-liðinu.

Leikurinn var afar jafn fram í fjórða leikhluta og munaði aðeins þremur stigum fyrir hann, 64-61. Þá skellti vörn Bilbao hins vegar í lás og tryggði sér að lokum öruggan sigur.

Bilbao byrjar því leiktíðina af krafti en liðið sækir Murcia heim í næsta deildarleik, 5. október. Á föstudaginn tryggði Bilbao sig inn í riðlakeppni Evrópubikarsins með öruggum sigri á Neptunas frá Litáen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×