Erlent

Þrjá­tíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gríðarleg flóð komu fylgdu Helenu eins og sjá má hér í bænum Asheville í Norður-Karólínu.
Gríðarleg flóð komu fylgdu Helenu eins og sjá má hér í bænum Asheville í Norður-Karólínu. EPA-EFE/BILLY BOWLING

Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir.

Hundrað of fimm liggja síðan í valnum í sex ríkjum frá því Helena náði landi í Flórída á fimmtudaginn var. Eftir Flórída fór stormurinn yfir Georgíu og náði síðan inn til Norður Karólínu. Þar er ástandið verst í Buncome sýslu þar sem yfirvöld hafa staðfest dauðsföllin þrjátíu. Um eittþúsund manns er síðan saknað í sýslunni og reynir fólk nú að ná sambandi við ástvini sína og fjölskyldumeðlimi í sýslunni. Símasamband liggur þó að mestu niðri og víða er rafmagnslaust en mikil flóð komu í kjölfar veðursins. Enn er verið að leita að fólki í ríkunum þremur og því er næsta víst að tala látinna eigi eftir að hækka til muna. Joe Biden forseti segir eyðilegginguna vera yfirþyrmandi. Mjög hefur dregið úr veðrinu frá því í upphafi en enn er þó von á tjóni af þess völdum.


Tengdar fréttir

Tugir látnir í fjórum ríkjum af völdum Helenar

Slóð eyðileggingar liggur nú í gegnum Flórída og öll suðaustanverð Bandaríkin eftir fellibylinn Helen. Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir í fjórum ríkjum en björgunarlið reynir að bjarga fólki undan flóðum.

Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída

Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×