Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 12:00 Teikning listamanns af því hvernig Barnard b gæti litið út þar sem hún þeytist í kringum stjörnu Barnards á aðeins þremur jarðneskum sólarhringum. ESO/M. Kornmesser Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. Stjarna Barnards er í „aðeins“ sex ljósára fjarlægð frá jörðinni, meira en 56 billjón kílómetra í burtu. Hún er næsta staka stjarnan við sólkerfið okkar. Proxíma í Mannfáknum í þrístirnakerfinu Alfa í Mannfáknum er næst jörðinni, í um 4,2 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur á stærð við jörðina eða minni hafa fundist á braut um Proxímu. Reikistjarnan sem fannst á braut um stjörnu Barnards með VLT-sjónauka evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) er einnig smávaxin. Hún hefur að minnsta kosti helming massa Venusar og árið þar er um þrír jarðneskir sólarhringar. Barnard b, eins og reikistjarnan er kölluð, er tuttugu sinnum nær stjörnunni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Langsótt er að líf gæti þrifist á Barnard b enda er talið að yfirborðshitinn þar sé í kringum 125°C. Þrátt fyrir að stjarna Barnards sé svonefndur rauður dvergur og um 2.500 gráðum svalari en sólin okkar er reikistjarnan fyrir innan lífbelti stjörnunnar, því svæði þar sem vatn gæti verið á fljótandi formi. Það er talið grunnforsenda lífs. Vísbendingar fundust um reikistjörnu á braut um stjörnu Barnards árið 2018 en stjörnufræðingunum tókst ekki að staðfesta þann fund við athuganir sínar með VLT. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að þrjár aðrar reikistjörnur gætu gengið um stjörnuna. Frekari rannsóknir þarf til þess að þefa þær uppi, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. „En uppgötvun þessarar reikistjörnu ásamt fyrri uppgötvunum eins og á Proxíma b og d sýna að bakgarður okkar í alheiminum er fullur af litlum reikistjörnum,“ segir Alejandro Suárez Mascareño frá Stjarneðlisfræðistofnun Kanaríeyja og einum rannsakendanna. Rauðir dvergar hentugir til að leita smærri reikistjarna Langflestar þeirra þúsunda fjarreikistjarna sem stjarnfræðingar hafa fundið á braut um fjarlægar stjörnur eru gas- og ísrisar sem eru margfalt stærri en jörðin enda auðveldara að finna stærri reikistjörnur en minni. Þeirra er leitað með því að skima fyrir því þegar þær ganga fyrir móðurstjörnur sínar frá jörðinni séð og þyngdaráhrifum þeirra á stjörnurnar. Til þess að finna minni reikistjörnur, hugsanlega á stærð við jörðina, beina stjarnfræðingar oft sjónum sínum að rauðum dvergum eins og stjörnu Barnards. Lífbelti dverganna er mun nær þeim en heitari stjarna eins og sólarinnar okkar. Reikistjörnur í lífbeltinu hafa því gjarnan stuttan umferðartíma sem er talinn í dögum eða vikum frekar en árum. Það styttir verulega athugunartímann sem þarf til þess að sjá þær ganga fyrir móðurstjörnurnar. Barnard b fannst með svonefndri Doppleraðferð sem gengur út á að mæla vagg stjarna þegar þær færast örlítið nær og fjær jörðinni vegna þyngdartogs reikistjarna. Vegna þess að rauðir dvergar eru mun massaminni en stjörnur eins og sólin vagga reikistjörnur þeim hlutfallslega meira en þeim massameiri sem auðveldar stjörnufræðingum að finna þær. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Stjarna Barnards er í „aðeins“ sex ljósára fjarlægð frá jörðinni, meira en 56 billjón kílómetra í burtu. Hún er næsta staka stjarnan við sólkerfið okkar. Proxíma í Mannfáknum í þrístirnakerfinu Alfa í Mannfáknum er næst jörðinni, í um 4,2 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur á stærð við jörðina eða minni hafa fundist á braut um Proxímu. Reikistjarnan sem fannst á braut um stjörnu Barnards með VLT-sjónauka evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) er einnig smávaxin. Hún hefur að minnsta kosti helming massa Venusar og árið þar er um þrír jarðneskir sólarhringar. Barnard b, eins og reikistjarnan er kölluð, er tuttugu sinnum nær stjörnunni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Langsótt er að líf gæti þrifist á Barnard b enda er talið að yfirborðshitinn þar sé í kringum 125°C. Þrátt fyrir að stjarna Barnards sé svonefndur rauður dvergur og um 2.500 gráðum svalari en sólin okkar er reikistjarnan fyrir innan lífbelti stjörnunnar, því svæði þar sem vatn gæti verið á fljótandi formi. Það er talið grunnforsenda lífs. Vísbendingar fundust um reikistjörnu á braut um stjörnu Barnards árið 2018 en stjörnufræðingunum tókst ekki að staðfesta þann fund við athuganir sínar með VLT. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að þrjár aðrar reikistjörnur gætu gengið um stjörnuna. Frekari rannsóknir þarf til þess að þefa þær uppi, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. „En uppgötvun þessarar reikistjörnu ásamt fyrri uppgötvunum eins og á Proxíma b og d sýna að bakgarður okkar í alheiminum er fullur af litlum reikistjörnum,“ segir Alejandro Suárez Mascareño frá Stjarneðlisfræðistofnun Kanaríeyja og einum rannsakendanna. Rauðir dvergar hentugir til að leita smærri reikistjarna Langflestar þeirra þúsunda fjarreikistjarna sem stjarnfræðingar hafa fundið á braut um fjarlægar stjörnur eru gas- og ísrisar sem eru margfalt stærri en jörðin enda auðveldara að finna stærri reikistjörnur en minni. Þeirra er leitað með því að skima fyrir því þegar þær ganga fyrir móðurstjörnur sínar frá jörðinni séð og þyngdaráhrifum þeirra á stjörnurnar. Til þess að finna minni reikistjörnur, hugsanlega á stærð við jörðina, beina stjarnfræðingar oft sjónum sínum að rauðum dvergum eins og stjörnu Barnards. Lífbelti dverganna er mun nær þeim en heitari stjarna eins og sólarinnar okkar. Reikistjörnur í lífbeltinu hafa því gjarnan stuttan umferðartíma sem er talinn í dögum eða vikum frekar en árum. Það styttir verulega athugunartímann sem þarf til þess að sjá þær ganga fyrir móðurstjörnurnar. Barnard b fannst með svonefndri Doppleraðferð sem gengur út á að mæla vagg stjarna þegar þær færast örlítið nær og fjær jörðinni vegna þyngdartogs reikistjarna. Vegna þess að rauðir dvergar eru mun massaminni en stjörnur eins og sólin vagga reikistjörnur þeim hlutfallslega meira en þeim massameiri sem auðveldar stjörnufræðingum að finna þær.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49
Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44