Menning

Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Fyrsta einkasýning Ynju Blævar opnaði í Listval síðastliðinn föstudag.
Fyrsta einkasýning Ynju Blævar opnaði í Listval síðastliðinn föstudag. SAMSETT

Myndlistarkonan Ynja Blær opnaði sína fyrstu einkasýningu í Listval síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn og stórstjarnan Bríet, góð vinkona Ynju, lét sig ekki vanta. 

Ynja Blær er fædd árið 1998 og vinnur helst í miðli blýantsteikningarinnar. Einstakar og hrifnæmar teikningar Ynju hafa vakið athygli í myndlistarheiminum hérlendis. 

Ynja Blær hefur vakið athygli í íslensku listsenunni.Aðsend

Sýningin ber heitið Pása og stendur til 12. október í sýningarhúsnæði Listvals að Hólmaslóð 6. 

Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: 

Listunnendur flykktust að í opnuninni í Listval.Listval
Það var margt um manninn í Listval á Hólmaslóð 6.Listval
Gestir spá í listinni.Listval
Laufey Jakobs brosti breitt yfir listinni.Listval
Faðir Ynju John Thomasson og kærasti hennar Oliver Devaney.Listval
Lífið er list!Listval
Guðrún Helga Kristjánsdóttir.Listval
Fólk í fjöri!Listval
Tvær myndlistarkonur, Anna Rún Tryggvadóttir og Ynja Blær.Listval
Listaskvísur!Listval
Þessir voru sáttir með sýninguna.Listval
Sýningin ber heitið Pása.Listval
Hulda Vilhjálms og Ynja rabba um listina.Listval
Gestir skoðuðu verkin gaumgæfilega.Listval
Knús!Listval
Stútfullt gallerí!Listval
Anna Rún og Ynja Blær.Listval
Bríet og móðir Ynju, Úa Von.Listval
Teikningarnar kölluðu fram ýmis samtöl.Listval
Góðir vinir og góð stemning.Listval
Guðrún Helga Kristjánsdóttir og Elísabet Alma eigandi Listval.Listval
Gleðin var við völd á opnuninni.Listval
Ynja Blær gerir gjarnan verk af rýmum og eða innanstokksmunum.Listval





Fleiri fréttir

Sjá meira


×