„Töluverður og alvarlegur“ misbrestur við vinnslu mála Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. september 2024 18:20 Börn að ærslast á ærslabelg í Borgarbyggð. Niðurstöður athugunar GEV sýndu fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar“ á því tímabili sem var til athugunar. Borgarbyggð Brotið var ítrekað gegn málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar, leiðbeiningar til starfsfólks skorti, verkferlar voru óskýrir og samskipti við aðila mála voru ekki í samræmi við lög og reglugerðir. Þetta kemur fram í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) sem gerðu frumkvæðisathugun á þjónustunni. Þar segir að stofnað hafi verið til athugunarinnar í mars 2023 vegna fjölda alvarlegra ábendinga og kvartana sem bárust stofnuninni og sneru að gæðum þjónustunnar. Athugunin var afmörkuð við þjónustu sem veitt var frá 1. janúar 2022 til 1. apríl 2023. Markmiðið hafi verið að kanna vinnubrögð, málsmeðferð og annað sem varpað gæti ljósi á gæði þjónustunnar og hvort hún samræmdist lögum, reglugerðum, reglum og leiðbeiningum sem fylgja skal við vinnslu barnaverndarmála. Töluverður og alvarlegur misbrestur Útdráttur úr skýrslu GEV hefur verið birtur en hún mun ekki birtast í heild sinni vegna persónugreinanlegra upplýsinga í skýrslunni. Margvísleg gögn voru til skoðunar auk þess sem rætt var við starfsfólk og stjórnendur þjónustunnar. Niðurstöður athugunar GEV sýna fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar á tímabilinu er athugunin náði til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að skort hafi skýra verkferla og leiðbeiningar til starfsfólks barnaverndarþjónustunnar, skráningu mála og varðveislu upplýsinga hafi verið verulega ábótavant og skort hafi töluvert á að samskipti og samvinna við aðila máls hafi verið í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Í fjórða lagi segir að ítrekað hafi verið brotið gegn málsmeðferðarreglum við vinnslu mála. Það hafi átt við öll stig málsmeðferðar hvort sem um ræddi meðferð á tilkynningum, ákvörðunum um skipun talsmanns, könnun mála, gerð áætlana um meðferð mála, framkvæmd vistana utan heimilis eða framkvæmd neyðarráðstafana. Ber að vinna að úrbótum á næstu sex mánuðum Á grundvelli niðurstaðna athugunarinnar eru í skýrslu GEV sett fram tilmæli um úrbætur sem barnaverndarþjónustunni ber að vinna að innan sex mánaða. Hins vegar kemur líka fram í tilkynningunni að margþættar umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við þau tilmæli um úrbætur sem lögð eru fram í skýrslunni. Úrbætur hafi verið gerðar á innra eftirliti, verkferlum og leiðbeiningum til starfsfólks. Stöðugildum starfsmanna hefði verið fjölgað og aðgengi bætt að lögmanni með þekkingu á barnaverndarmálum. Einnig kemur fram að unnið sé að því að stofna Barnaverndarþjónustu Vesturlands þar sem Borgarbyggð verði leiðandi sveitarfélag. Borgarbyggð Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) sem gerðu frumkvæðisathugun á þjónustunni. Þar segir að stofnað hafi verið til athugunarinnar í mars 2023 vegna fjölda alvarlegra ábendinga og kvartana sem bárust stofnuninni og sneru að gæðum þjónustunnar. Athugunin var afmörkuð við þjónustu sem veitt var frá 1. janúar 2022 til 1. apríl 2023. Markmiðið hafi verið að kanna vinnubrögð, málsmeðferð og annað sem varpað gæti ljósi á gæði þjónustunnar og hvort hún samræmdist lögum, reglugerðum, reglum og leiðbeiningum sem fylgja skal við vinnslu barnaverndarmála. Töluverður og alvarlegur misbrestur Útdráttur úr skýrslu GEV hefur verið birtur en hún mun ekki birtast í heild sinni vegna persónugreinanlegra upplýsinga í skýrslunni. Margvísleg gögn voru til skoðunar auk þess sem rætt var við starfsfólk og stjórnendur þjónustunnar. Niðurstöður athugunar GEV sýna fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar á tímabilinu er athugunin náði til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að skort hafi skýra verkferla og leiðbeiningar til starfsfólks barnaverndarþjónustunnar, skráningu mála og varðveislu upplýsinga hafi verið verulega ábótavant og skort hafi töluvert á að samskipti og samvinna við aðila máls hafi verið í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Í fjórða lagi segir að ítrekað hafi verið brotið gegn málsmeðferðarreglum við vinnslu mála. Það hafi átt við öll stig málsmeðferðar hvort sem um ræddi meðferð á tilkynningum, ákvörðunum um skipun talsmanns, könnun mála, gerð áætlana um meðferð mála, framkvæmd vistana utan heimilis eða framkvæmd neyðarráðstafana. Ber að vinna að úrbótum á næstu sex mánuðum Á grundvelli niðurstaðna athugunarinnar eru í skýrslu GEV sett fram tilmæli um úrbætur sem barnaverndarþjónustunni ber að vinna að innan sex mánaða. Hins vegar kemur líka fram í tilkynningunni að margþættar umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við þau tilmæli um úrbætur sem lögð eru fram í skýrslunni. Úrbætur hafi verið gerðar á innra eftirliti, verkferlum og leiðbeiningum til starfsfólks. Stöðugildum starfsmanna hefði verið fjölgað og aðgengi bætt að lögmanni með þekkingu á barnaverndarmálum. Einnig kemur fram að unnið sé að því að stofna Barnaverndarþjónustu Vesturlands þar sem Borgarbyggð verði leiðandi sveitarfélag.
Borgarbyggð Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira