Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 1. október 2024 07:24 Trump heimsótti Valdosta í gærkvöldi þar sem tjónið af völdum Helenu er mikið. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Trump hélt ræðu fyrir framan rústir húsgagnaverslunar þar sem hann fullyrti að Joe Biden forseti hefði verið sofandi þegar ríkisstjóri Georgíu reyndi að ná í hann vegna hamfaranna. Þetta var í annað sinn sem Trump hélt þessu fram í gær en í millitíðinni hafði ríkisstjórinn sjálfur, Brian Kemp, stigið fram og sagt að ekkert væri til í þessari fullyrðingu. Engu að síður endurtók Trump lygina í gærkvöldi. Kemp segist þvert á móti hafa verið í stöðugu sambandi við Kamölu Harris varaforseta auk þess sem Biden forseti hafi hringt og boðið fram aðstoð alríkisins í þeim hörmungum sem eru að ganga yfir. Biden sjálfur brást einnig reiður við þessum lygum þegar hann var spurður út í þær í gærkvöldi og sagði óábyrgt af Trump að fara með slíka staðlausa stafi á tímum sem þessum. Trump, sem ferðaðist til Valdosta með sjónvarpspredikaranum Franklin Graham sagðist einnig koma færandi hendi með gríðarlegt magn hjálpargagna fyrir íbúa Georgíu. Óljóst er þó um hvað er að ræða fyrir utan einn tankbíl af bensíni og nokkrar vatnsflöskur. Breska blaðið Guardian reyndi að fá nánari útlistingar á aðstoðinni frá fyrirtæki sjónvarpspredikarans, en fékk aðeins þau svör að nokkrir prestar hefðu verið sendir á staðinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Náttúruhamfarir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Trump hélt ræðu fyrir framan rústir húsgagnaverslunar þar sem hann fullyrti að Joe Biden forseti hefði verið sofandi þegar ríkisstjóri Georgíu reyndi að ná í hann vegna hamfaranna. Þetta var í annað sinn sem Trump hélt þessu fram í gær en í millitíðinni hafði ríkisstjórinn sjálfur, Brian Kemp, stigið fram og sagt að ekkert væri til í þessari fullyrðingu. Engu að síður endurtók Trump lygina í gærkvöldi. Kemp segist þvert á móti hafa verið í stöðugu sambandi við Kamölu Harris varaforseta auk þess sem Biden forseti hafi hringt og boðið fram aðstoð alríkisins í þeim hörmungum sem eru að ganga yfir. Biden sjálfur brást einnig reiður við þessum lygum þegar hann var spurður út í þær í gærkvöldi og sagði óábyrgt af Trump að fara með slíka staðlausa stafi á tímum sem þessum. Trump, sem ferðaðist til Valdosta með sjónvarpspredikaranum Franklin Graham sagðist einnig koma færandi hendi með gríðarlegt magn hjálpargagna fyrir íbúa Georgíu. Óljóst er þó um hvað er að ræða fyrir utan einn tankbíl af bensíni og nokkrar vatnsflöskur. Breska blaðið Guardian reyndi að fá nánari útlistingar á aðstoðinni frá fyrirtæki sjónvarpspredikarans, en fékk aðeins þau svör að nokkrir prestar hefðu verið sendir á staðinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Náttúruhamfarir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira