Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 1. október 2024 07:24 Trump heimsótti Valdosta í gærkvöldi þar sem tjónið af völdum Helenu er mikið. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Trump hélt ræðu fyrir framan rústir húsgagnaverslunar þar sem hann fullyrti að Joe Biden forseti hefði verið sofandi þegar ríkisstjóri Georgíu reyndi að ná í hann vegna hamfaranna. Þetta var í annað sinn sem Trump hélt þessu fram í gær en í millitíðinni hafði ríkisstjórinn sjálfur, Brian Kemp, stigið fram og sagt að ekkert væri til í þessari fullyrðingu. Engu að síður endurtók Trump lygina í gærkvöldi. Kemp segist þvert á móti hafa verið í stöðugu sambandi við Kamölu Harris varaforseta auk þess sem Biden forseti hafi hringt og boðið fram aðstoð alríkisins í þeim hörmungum sem eru að ganga yfir. Biden sjálfur brást einnig reiður við þessum lygum þegar hann var spurður út í þær í gærkvöldi og sagði óábyrgt af Trump að fara með slíka staðlausa stafi á tímum sem þessum. Trump, sem ferðaðist til Valdosta með sjónvarpspredikaranum Franklin Graham sagðist einnig koma færandi hendi með gríðarlegt magn hjálpargagna fyrir íbúa Georgíu. Óljóst er þó um hvað er að ræða fyrir utan einn tankbíl af bensíni og nokkrar vatnsflöskur. Breska blaðið Guardian reyndi að fá nánari útlistingar á aðstoðinni frá fyrirtæki sjónvarpspredikarans, en fékk aðeins þau svör að nokkrir prestar hefðu verið sendir á staðinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Trump hélt ræðu fyrir framan rústir húsgagnaverslunar þar sem hann fullyrti að Joe Biden forseti hefði verið sofandi þegar ríkisstjóri Georgíu reyndi að ná í hann vegna hamfaranna. Þetta var í annað sinn sem Trump hélt þessu fram í gær en í millitíðinni hafði ríkisstjórinn sjálfur, Brian Kemp, stigið fram og sagt að ekkert væri til í þessari fullyrðingu. Engu að síður endurtók Trump lygina í gærkvöldi. Kemp segist þvert á móti hafa verið í stöðugu sambandi við Kamölu Harris varaforseta auk þess sem Biden forseti hafi hringt og boðið fram aðstoð alríkisins í þeim hörmungum sem eru að ganga yfir. Biden sjálfur brást einnig reiður við þessum lygum þegar hann var spurður út í þær í gærkvöldi og sagði óábyrgt af Trump að fara með slíka staðlausa stafi á tímum sem þessum. Trump, sem ferðaðist til Valdosta með sjónvarpspredikaranum Franklin Graham sagðist einnig koma færandi hendi með gríðarlegt magn hjálpargagna fyrir íbúa Georgíu. Óljóst er þó um hvað er að ræða fyrir utan einn tankbíl af bensíni og nokkrar vatnsflöskur. Breska blaðið Guardian reyndi að fá nánari útlistingar á aðstoðinni frá fyrirtæki sjónvarpspredikarans, en fékk aðeins þau svör að nokkrir prestar hefðu verið sendir á staðinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira