Hækka fjárútlát til varnarmála um þriðjung Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 11:30 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Ráðamenn í Rússlandi vilja hækka fjárútlát til varnarmála um tæpan þriðjung á næsta ári, samanborið við þetta ár. Þetta kemur fram í fjárlagadrögum sem birt voru í gær. Um metupphæð er að ræða en verðbólga hefur hækkað hratt í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Fjárlögin eiga eftir að fara í gegnum þingið, þar sem þau geta tekið einhverjum breytingum en samkvæmt drögunum hafa fjárútlát til varnarmála ekki verið hærri í Rússlandi frá tímum Sovétríkjanna. Útgjöld til varnarmála innihalda ekki fjárútlát til þess sem skilgreint er sem „innlend öryggismál“ og aðra flokka sem eru leyndarmál. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni munu heildarfjárútlát til varnar- og öryggismála vera um fjörutíu prósent af opinberum útgjöldum árið 2025. Það samsvarar um 41,5 billjón rúblum eða tæplega sextíu billjón krónum og mun hækkunin milli ára samsvarar um 32 prósentum, samkvæmt frétt Reuters. Þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 vörðu Rússar um 5,5 billjónum rúbla til varnarmála. Tekjur dragast saman Samhliða þessari hækkun eiga tekjur ríkisins af sölu olíu og jarðgass að dragast saman vegna verðlækkunar og skattabreytinga. Samkvæmt drögunum eiga þessar tekjur að vera um 27 prósent af tekjum rússneska ríkisins og hefur það hlutfall aldrei verið lægra. Þá kemur fram í fjárlagadrögunum að fjárútlát til varnarmála eigi að dragast saman aftur árið 2026. Það sama stóð hins vegar í síðustu fjárlagadrögum um árið 2025. Þá áttu útgjöld til málaflokksins að lækka um 21 prósent en eru þess í stað að hækka um 32 prósent. Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti um heilt prósentustig í síðasta mánuði og standa vextirnir nú í nítján prósentum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þegar hækkunin var tilkynnt kom einnig fram að frekari vaxtahækkanir væru í vændum vegna mikillar verðbólgu, sem stendur nú í 9,1 prósenti. Rússar eru að borga hermönnum mörgu sinnum meira í laun en þeir gerðu árið 2022, sem þykir til marks um erfiðleika hjá þeim við að laða að nýja hermenn. Um tíu prósent af öllum fjárútlátum tli varnarmála eiga að fara í laun og bónusgreiðslur til hermanna. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. 27. september 2024 22:24 Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. 27. september 2024 15:51 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fjárlögin eiga eftir að fara í gegnum þingið, þar sem þau geta tekið einhverjum breytingum en samkvæmt drögunum hafa fjárútlát til varnarmála ekki verið hærri í Rússlandi frá tímum Sovétríkjanna. Útgjöld til varnarmála innihalda ekki fjárútlát til þess sem skilgreint er sem „innlend öryggismál“ og aðra flokka sem eru leyndarmál. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni munu heildarfjárútlát til varnar- og öryggismála vera um fjörutíu prósent af opinberum útgjöldum árið 2025. Það samsvarar um 41,5 billjón rúblum eða tæplega sextíu billjón krónum og mun hækkunin milli ára samsvarar um 32 prósentum, samkvæmt frétt Reuters. Þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 vörðu Rússar um 5,5 billjónum rúbla til varnarmála. Tekjur dragast saman Samhliða þessari hækkun eiga tekjur ríkisins af sölu olíu og jarðgass að dragast saman vegna verðlækkunar og skattabreytinga. Samkvæmt drögunum eiga þessar tekjur að vera um 27 prósent af tekjum rússneska ríkisins og hefur það hlutfall aldrei verið lægra. Þá kemur fram í fjárlagadrögunum að fjárútlát til varnarmála eigi að dragast saman aftur árið 2026. Það sama stóð hins vegar í síðustu fjárlagadrögum um árið 2025. Þá áttu útgjöld til málaflokksins að lækka um 21 prósent en eru þess í stað að hækka um 32 prósent. Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti um heilt prósentustig í síðasta mánuði og standa vextirnir nú í nítján prósentum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þegar hækkunin var tilkynnt kom einnig fram að frekari vaxtahækkanir væru í vændum vegna mikillar verðbólgu, sem stendur nú í 9,1 prósenti. Rússar eru að borga hermönnum mörgu sinnum meira í laun en þeir gerðu árið 2022, sem þykir til marks um erfiðleika hjá þeim við að laða að nýja hermenn. Um tíu prósent af öllum fjárútlátum tli varnarmála eiga að fara í laun og bónusgreiðslur til hermanna.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. 27. september 2024 22:24 Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. 27. september 2024 15:51 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. 27. september 2024 22:24
Selenskí fundaði með Trump Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda. Trump hefur á undanförnum mánuðum ítrekað gagnrýnt stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu varðandi varnir þeirra gegn innrás Rússlands. 27. september 2024 15:51
Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27
Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18