TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. október 2024 14:16 Eva Margrét Guðnadóttir var fulltrúi TÍK-ur á Bessastöðum þegar Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók á móti hópi grænlenskra skólabarna sem voru hingað komin til að læra að synda. Og spreyta sig aðeins í rafíþróttum. „TÍK hafa starfað opinberlega sem félagasamtök núna í tvær vikur og hafa nú þegar fengið boð frá forsetanum á Bessastaði,“ skrifar Melína Kolka, stofnandi Tölvuleikjasamfélags íslenzkra kvenna, á Facebook þegar hún segir frá heimsókn grænlenskra grunnskólabarna til Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, þar sem „TÍK-in“ Eva Margrét Guðnadóttir var með í för. Eva Margrét Guðnadóttir var fulltrúi Tölvuleikjasamfélags íslenzkra kvenna þegar Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók á móti tæplega 30 þrettán ára grunnskólabarna frá frá austurströnd Grænlands í síðustu viku. Gleðin og eftirvæntingin skinu úr hverju andliti þegar grænlensku börnin mættu til tölvuleiks í Arena.Arnar Valgeirsson „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir hún um Íslandsheimsóknir grænlenskra skólabarna en þetta er átjánda árið sem Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, og Kópavogsbær taka höndum saman um að bjóða krökkum frá dreifðari byggðum austurstrandar Grænlands til Íslands og þá fyrst og fremst til að læra sund í Kópavogi. Eva segir krakkana hafa verið yfir sig hrifin á áhugasöm á Bessastöðum þar sem Halla Tómasdóttir tók þeim og föruneyti þeirra opnum örmum. „Ég spjallaði örstutt við hana,“ segir Eva um forsetann og að ekki hafi verið annað á henni að heyra en hún sé jákvæð í garð rafíþrótta. „Hún minntist einmitt á að hún hefði kíkt við í Arena Gaming í kosningabaráttunni.“ Og það gerðu grænlensku krakkarnir líka því Íslandsheimsóknin var einnig, meðal margs annars, nýtt til þess að kynna sér rafíþróttir og prufa sig áfram í tölvuleikjum í Arena Gaming. Þar voru „TÍK-urnar“ Helga og Eva á meðal þeirra sem voru þeim til halds og trausts en Melína Kolka, stofnandi TÍK, sagði frá heimsókninni og aðkomu félagsins að Grænlandsverkefninu í máli og myndum á Facebook: „TÍK hafa starfað opinberlega sem félagasamtök núna í tvær vikur og hafa nú þegar fengið boð frá forsetanum á Bessastaði. Er eitthvað hægt að toppa það og hversu mögnuð verður framtíðin ef að þetta er byrjunin!?“ Tekið var á móti krakkahópnum með Minecraft-kynningu í Arena Gaming en þegarí tölvurnar var komið voru þau flest snögg að skipta yfir í aðra leiki.Arnar Valgeirsson „Þau voru æði og það var magnað að sjá alla þessa krakka spila,“ segir Eva og bætir við að börnin hafi verið áberandi kurteis, þæg og góð. Eva segir ljóst að allt það jákvæðasta við iðkun rafíþrótta geti komið sterkt inn á Grænlandi og þá ekki síst í einangraðri byggðum. „Rafíþróttirnar gefa þeim tækifæri og mikla möguleika á að kynnast innbyrðis, milli bæja og líka komast í samband við krakka í öðrum löndum.“ Eva bendir þó á að aðstæður fyrir rafíþróttir séu ekkert í líkingu við það sem þekkist hér. Netsamband sé stopult og alls ekki sjálfsagt að eiga tölvu enda stundi grænlensku krakkarnir rafíþróttir helst í símum með gervihnattasambandi. „Ég væri til í að sjá tilraunir til uppbyggingar og opna á meiri möguleika,“ heldur Eva áfram og bendir á að tölvuleikirnir gætu auðveldað krökkunum að læra ensku en þegar hún var að leiðbeina þeim í leikjunum urðu tungumálaörðugleikar til þess að bendingar og líkamstjáning skiluðu betri árangri. „Þannig að við náðum að finna út úr þessu og magnað að sjá hvað þau voru fljót að læra. Það voru þarna rúmlega 30 leikir að velja úr og þau unnu meira en ég í sumum eftir eina klukkustund. Þau eru svo ung að þau eru eins og svampar og meðal annars þess vegna er mikilvægt að reyna að hjálpa þeim fyrr en síðar.“ Eva segir það hafa verið heillandi að fylgjast með krökkunum horfa í kringum sig með stjörnur í augunum á allt sem fyrir augu bar og margt greinilega mjög framandi. Samveran með þeim hafi verið hugvekjandi og hugmyndirnar séu byrjaðar að hlaðast upp í huga hennar. „Það væri til dæmis gaman að reyna að koma upp lítilli rafíþróttaaðstöðu í einhverjum skólanum þarna.“ Rafíþróttir Tengdar fréttir Tölvuleikir auðvelda krökkum að kynnast og upplifa sögur Mun fleiri strákar (98%) en stelpur (71%) í grunnskóla spila tölvuleiki og munurinn eykst eftir aldri en í framhaldsskóla er hlutfall stráka 91% og stelpna 55%. Stelpum sem spila tölvuleiki fækkar verulega með hækkandi aldri en hlutfall strákanna er stöðugra þegar í framhaldsskóla er komið. 2. september 2024 10:34 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti
Eva Margrét Guðnadóttir var fulltrúi Tölvuleikjasamfélags íslenzkra kvenna þegar Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók á móti tæplega 30 þrettán ára grunnskólabarna frá frá austurströnd Grænlands í síðustu viku. Gleðin og eftirvæntingin skinu úr hverju andliti þegar grænlensku börnin mættu til tölvuleiks í Arena.Arnar Valgeirsson „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir hún um Íslandsheimsóknir grænlenskra skólabarna en þetta er átjánda árið sem Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, og Kópavogsbær taka höndum saman um að bjóða krökkum frá dreifðari byggðum austurstrandar Grænlands til Íslands og þá fyrst og fremst til að læra sund í Kópavogi. Eva segir krakkana hafa verið yfir sig hrifin á áhugasöm á Bessastöðum þar sem Halla Tómasdóttir tók þeim og föruneyti þeirra opnum örmum. „Ég spjallaði örstutt við hana,“ segir Eva um forsetann og að ekki hafi verið annað á henni að heyra en hún sé jákvæð í garð rafíþrótta. „Hún minntist einmitt á að hún hefði kíkt við í Arena Gaming í kosningabaráttunni.“ Og það gerðu grænlensku krakkarnir líka því Íslandsheimsóknin var einnig, meðal margs annars, nýtt til þess að kynna sér rafíþróttir og prufa sig áfram í tölvuleikjum í Arena Gaming. Þar voru „TÍK-urnar“ Helga og Eva á meðal þeirra sem voru þeim til halds og trausts en Melína Kolka, stofnandi TÍK, sagði frá heimsókninni og aðkomu félagsins að Grænlandsverkefninu í máli og myndum á Facebook: „TÍK hafa starfað opinberlega sem félagasamtök núna í tvær vikur og hafa nú þegar fengið boð frá forsetanum á Bessastaði. Er eitthvað hægt að toppa það og hversu mögnuð verður framtíðin ef að þetta er byrjunin!?“ Tekið var á móti krakkahópnum með Minecraft-kynningu í Arena Gaming en þegarí tölvurnar var komið voru þau flest snögg að skipta yfir í aðra leiki.Arnar Valgeirsson „Þau voru æði og það var magnað að sjá alla þessa krakka spila,“ segir Eva og bætir við að börnin hafi verið áberandi kurteis, þæg og góð. Eva segir ljóst að allt það jákvæðasta við iðkun rafíþrótta geti komið sterkt inn á Grænlandi og þá ekki síst í einangraðri byggðum. „Rafíþróttirnar gefa þeim tækifæri og mikla möguleika á að kynnast innbyrðis, milli bæja og líka komast í samband við krakka í öðrum löndum.“ Eva bendir þó á að aðstæður fyrir rafíþróttir séu ekkert í líkingu við það sem þekkist hér. Netsamband sé stopult og alls ekki sjálfsagt að eiga tölvu enda stundi grænlensku krakkarnir rafíþróttir helst í símum með gervihnattasambandi. „Ég væri til í að sjá tilraunir til uppbyggingar og opna á meiri möguleika,“ heldur Eva áfram og bendir á að tölvuleikirnir gætu auðveldað krökkunum að læra ensku en þegar hún var að leiðbeina þeim í leikjunum urðu tungumálaörðugleikar til þess að bendingar og líkamstjáning skiluðu betri árangri. „Þannig að við náðum að finna út úr þessu og magnað að sjá hvað þau voru fljót að læra. Það voru þarna rúmlega 30 leikir að velja úr og þau unnu meira en ég í sumum eftir eina klukkustund. Þau eru svo ung að þau eru eins og svampar og meðal annars þess vegna er mikilvægt að reyna að hjálpa þeim fyrr en síðar.“ Eva segir það hafa verið heillandi að fylgjast með krökkunum horfa í kringum sig með stjörnur í augunum á allt sem fyrir augu bar og margt greinilega mjög framandi. Samveran með þeim hafi verið hugvekjandi og hugmyndirnar séu byrjaðar að hlaðast upp í huga hennar. „Það væri til dæmis gaman að reyna að koma upp lítilli rafíþróttaaðstöðu í einhverjum skólanum þarna.“
Rafíþróttir Tengdar fréttir Tölvuleikir auðvelda krökkum að kynnast og upplifa sögur Mun fleiri strákar (98%) en stelpur (71%) í grunnskóla spila tölvuleiki og munurinn eykst eftir aldri en í framhaldsskóla er hlutfall stráka 91% og stelpna 55%. Stelpum sem spila tölvuleiki fækkar verulega með hækkandi aldri en hlutfall strákanna er stöðugra þegar í framhaldsskóla er komið. 2. september 2024 10:34 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti
Tölvuleikir auðvelda krökkum að kynnast og upplifa sögur Mun fleiri strákar (98%) en stelpur (71%) í grunnskóla spila tölvuleiki og munurinn eykst eftir aldri en í framhaldsskóla er hlutfall stráka 91% og stelpna 55%. Stelpum sem spila tölvuleiki fækkar verulega með hækkandi aldri en hlutfall strákanna er stöðugra þegar í framhaldsskóla er komið. 2. september 2024 10:34