Enski boltinn

Rauða spjaldið hans Bruno dregið til baka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruno Fernandes fer ekki í leikbann.
Bruno Fernandes fer ekki í leikbann. Getty/Robbie Jay Barratt

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, mun ekki missa af næstu þremur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem rauða spjaldið sem hann fékk gegn Tottenham Hotspur hefur verið dregið til baka.

Fernandes fékk að líta rauða spjaldið í 3-0 tapi Man United gegn Tottenham í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Spjaldið þótti heldur undarlegt þar sem það var lítið sem benti til þess brotið verðskuldaði spjald, hvað þá rautt.

Rauða spjaldið fór hins vegar á loft í stöðunni 1-0 fyrir Tottenham og manni færri sáu Rauðu djöflarnir aldrei til sólar.

Man Utd áfrýjaði spjaldinu og nú hefur verið staðfest að það standi ekki. Bruno er því ekki á leiðinni í þriggja leikja bann eins og venja er þegar menn fá beint rautt spjald. Það má því reikna með að hann verði í byrjunarliðinu þegar Man Utd heimsækir Aston Villa þann 6. október næstkomandi.

Man United er í 13. sæti að loknum sex umferðum með aðeins sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×