Skiltið skuli fjarlægt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 07:00 Skilti hefur verið á staðnum um hríð en stafrænt skilti nýtur ekki náð fyrir augum bæjaryfirvalda. Vísir/Vilhelm Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi. Þetta kemur fram í úrskurði á vef nefndarinnar. Um er að ræða stafrænt auglýsingaskilti sem er átján fermetrar að stærð og sett var upp í stað prentaðs skiltis sem þar var áður. Ákvörðun byggingarfulltrúans lá fyrir þann 18. júlí og kvað hún á um að skiltið skyldi fjarlægt innan sjö daga frá mótttöku tilkynningarinnar að viðlögðum 50 þúsund króna dagsektum. Fram kemur í úrskurðinum að eigendur að Digranesvegi hafi óskað eftir leyfi fyrir skiltinu fyrir tveimur árum síðan. Byggingarfulltrúi hafi í þrígang óskað eftir upplýsingum frá eigendum um teikningar og byggingarlýsingu án þess að fá svör. Í febrúar á þessu ári hafi byggingarfulltrúi svo sent eigendum bréf þess efnis að skiltið hefði ekki verið samþykkt. Krafðist fulltrúinn þess að skiltið yrði tekið niður og að slökkt yrði á því án tafar. Sagði eigandi á Digranesvegi að honum hefði ekki borist framangreind bréf þar sem þau hafi verið send á rangt netfang og gerði Kópavogsbær ekki athugasemdir við það. Þá hafi fulltrúinn í lok febrúar ítrekað kröfur sínar og hótað dagsektum. Þann 6. mars hafi eigandinn óskað að nýju eftir byggingarleyfi og tekið fram að verið væri að endurnýja prentað skilti sem hefði verið á þessum stað í tuttugu ár. Eigandi lóðarinnar vildi í kæru sinni til úrskurðarnefndar meina að byggingarfulltrúinn hefði ekki veitt sér andmælarétt vegna ákvörðunarinnar. Um væri að ræða óverulega breytingu þar sem slökkt yrði á skiltinu á kvöldin. Í svörum bæjarins segir hinsvegar að að andmæli hefðu engu breytt, ljóst hafi verið að skiltið hafi verið uppi án byggingarleyfis. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að eigendur hafi verið meðvitaður um afstöðu byggingarfulltrúa og auk þess hafi sveitarfélagið frestað beitingu dagsekta þar til að niðurstaða í málinu lá fyrir. Eigendur hafa nokkra daga til þess að fjarlæga skiltið eða sæta ellegar dagsektum.Vísir/Vilhelm Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði á vef nefndarinnar. Um er að ræða stafrænt auglýsingaskilti sem er átján fermetrar að stærð og sett var upp í stað prentaðs skiltis sem þar var áður. Ákvörðun byggingarfulltrúans lá fyrir þann 18. júlí og kvað hún á um að skiltið skyldi fjarlægt innan sjö daga frá mótttöku tilkynningarinnar að viðlögðum 50 þúsund króna dagsektum. Fram kemur í úrskurðinum að eigendur að Digranesvegi hafi óskað eftir leyfi fyrir skiltinu fyrir tveimur árum síðan. Byggingarfulltrúi hafi í þrígang óskað eftir upplýsingum frá eigendum um teikningar og byggingarlýsingu án þess að fá svör. Í febrúar á þessu ári hafi byggingarfulltrúi svo sent eigendum bréf þess efnis að skiltið hefði ekki verið samþykkt. Krafðist fulltrúinn þess að skiltið yrði tekið niður og að slökkt yrði á því án tafar. Sagði eigandi á Digranesvegi að honum hefði ekki borist framangreind bréf þar sem þau hafi verið send á rangt netfang og gerði Kópavogsbær ekki athugasemdir við það. Þá hafi fulltrúinn í lok febrúar ítrekað kröfur sínar og hótað dagsektum. Þann 6. mars hafi eigandinn óskað að nýju eftir byggingarleyfi og tekið fram að verið væri að endurnýja prentað skilti sem hefði verið á þessum stað í tuttugu ár. Eigandi lóðarinnar vildi í kæru sinni til úrskurðarnefndar meina að byggingarfulltrúinn hefði ekki veitt sér andmælarétt vegna ákvörðunarinnar. Um væri að ræða óverulega breytingu þar sem slökkt yrði á skiltinu á kvöldin. Í svörum bæjarins segir hinsvegar að að andmæli hefðu engu breytt, ljóst hafi verið að skiltið hafi verið uppi án byggingarleyfis. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að eigendur hafi verið meðvitaður um afstöðu byggingarfulltrúa og auk þess hafi sveitarfélagið frestað beitingu dagsekta þar til að niðurstaða í málinu lá fyrir. Eigendur hafa nokkra daga til þess að fjarlæga skiltið eða sæta ellegar dagsektum.Vísir/Vilhelm
Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira