Innherji

Tekist að hefja vaxta­lækkunar­ferlið án þess að búa til of miklar væntingar

Hörður Ægisson skrifar
Fjárfestar á verðbréfamarkaði tóku tíðindunum um kærkomna vaxtalækkun afar vel.
Fjárfestar á verðbréfamarkaði tóku tíðindunum um kærkomna vaxtalækkun afar vel.

Markaðir brugðust við með afgerandi hætti eftir nokkuð óvænta vaxtalækkun Seðlabankans í morgun en hlutabréfaverð flestra félaga hækkaði skarpt og ávöxtunarkrafa stuttra ríkisbréfa lækkaði talsvert. Flestir markaðsaðilar vænta þess að peningastefnunefndin muni fylgja lækkuninni eftir með stærra skrefi í næsta mánuði – 50 punkta lækkun eða meira – en með ákvörðuninni í morgun sýndi Seðlabankinn framsýni með því að senda merki um að hann sé ekki fastur að horfa í „baksýnisspegilinn,“ að mati fjárfestis á skuldabréfamarkaði.


Tengdar fréttir

Hefur „miklar á­hyggjur“ af við­varandi háum verð­bólgu­væntingum

Nýlega birtir þjóðhagsreikningar gefa til kynna að það sé jafnvel enn meiri kraftur í innlendri eftirspurn en peningastefnunefnd Seðlabankans taldi í liðnum mánuði, að sögn varaseðlabankastjóra, en þar hafi bæði samneyslan og fjárfesting verið umfram spár bankans. Viðvarandi háar verðbólguvæntingar séu „mikið áhyggjuefni“ og það þarf skýrari merki um að þær séu að ganga niður til að hægt sé að hefja vaxtalækkunarferlið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×