Liðin mættust í úrslitaeinvígi 1. deildarinnar á síðasta tímabili, sem Aþena vann 3-1, Tindastóll fékk síðan sætið sem Fjölnir lét eftir.
Lið Aþenu hefur engu gleymt á undirbúningstímabilinu og var mun sterkari aðilinn í kvöld. Fyrsti leikhluti hélst jafn en eftir það var leikurinn í eigu Aþenu.
Hanna Þráinsdóttir varð stigahæst með 19 stig, auk 6 frákasta og 2 stoðsendinga. Stigasöfnunin dreifðist annars nokkuð jafnt og Aþena fékk framlag úr öllum áttum, 33 stig komu frá varamönnum.
Í liði Tindastóls bar Randi Brown sóknarleikinn á herðum sér og skoraði 26 stig.
Bónus Körfuboltakvöld í umsjón Harðar Unnsteinssonar er á dagskrá Stöðvar 2 Sport eftir hverja umferð, þar er farið yfir alla leikina og rýnt í deildina með vel völdum sérfræðingum.