Indó lækkar líka vexti Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 15:30 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Sparisjóðurinn Indó hefur ákveðið að lækka vexti sína í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki vexti sína þegar Seðlabankinnn gerir það, alveg eins og það er eðlilegt að hækka vexti þegar stýrivextir hækka. Í fréttatilkynningu frá Indó segir að vextir á á veltureikningum lækki um sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,25 prósentustig. Vextir á veltureikningi verði eftir breytinguna því 3,75 prósent. Vextir á sparibaukum lækki um 0,15 prósentustig, eða minna en sem nemur lækkun Seðlabankans. Vextir á sparibaukum verði því 8,10 prósent eftir breytinguna. Þessar breytingar taki gildi frá og með 3. desember í samræmi við ákvæði laga. Vextir á yfirdrætti lækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarlán sem séu með niðurgreiðsluplani verði því 14,25 prósent, en yfirdráttarlán án niðurgreiðsluplans yfir lánstímann verði 16,25 prósent. Fagna stýrivaxtalækkun „Við fögnum vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, líklega eins og flest gera. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki almennt sína vexti, rétt eins og eðlilegt er að þau hækki sína vexti þegar Seðlabankinn hækkar vexti. Þess vegna lækkum við vextina á veltureikningum og yfirdrætti um sömu prósentutölu og Seðlabankinn tilkynnti um í gær. Við hins vegar lækkum vexti á sparireikningum minna en sem nemur hækkun Seðlabankans,“ er haft eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó. Margt smátt gerir eitt stórt Starfsfólk Indó sé stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum og bjóða þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. „Við erum stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum okkar og bjóðum þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. Á sama tíma viljum við áfram aðstoða fólk við að greiða niður yfirdráttarlán sín með því að bjóða sérstaklega hagstæð kjör á þeim yfirdrætti sem fólk ákveður að borga jafnt og þétt niður. Við lækkum líka vexti á innlánum okkar, en styðjum við sparibaukana okkar með minni lækkun. Það er hluti af viðleitni okkar að efla sparibaukana okkar, sem hafa fengið frábærar viðtökur og eru sérstaklega gerð til að auðvelda fólki að spara enda gerir margt smátt eitt stórt.” Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Indó segir að vextir á á veltureikningum lækki um sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,25 prósentustig. Vextir á veltureikningi verði eftir breytinguna því 3,75 prósent. Vextir á sparibaukum lækki um 0,15 prósentustig, eða minna en sem nemur lækkun Seðlabankans. Vextir á sparibaukum verði því 8,10 prósent eftir breytinguna. Þessar breytingar taki gildi frá og með 3. desember í samræmi við ákvæði laga. Vextir á yfirdrætti lækka um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarlán sem séu með niðurgreiðsluplani verði því 14,25 prósent, en yfirdráttarlán án niðurgreiðsluplans yfir lánstímann verði 16,25 prósent. Fagna stýrivaxtalækkun „Við fögnum vaxtalækkun Seðlabanka Íslands, líklega eins og flest gera. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að fjármálafyrirtæki lækki almennt sína vexti, rétt eins og eðlilegt er að þau hækki sína vexti þegar Seðlabankinn hækkar vexti. Þess vegna lækkum við vextina á veltureikningum og yfirdrætti um sömu prósentutölu og Seðlabankinn tilkynnti um í gær. Við hins vegar lækkum vexti á sparireikningum minna en sem nemur hækkun Seðlabankans,“ er haft eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó. Margt smátt gerir eitt stórt Starfsfólk Indó sé stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum og bjóða þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. „Við erum stolt af því að geta lækkað vexti á yfirdráttarlánum okkar og bjóðum þannig áfram upp á töluvert hagstæðari kjör á þeim útlánum en aðrir. Á sama tíma viljum við áfram aðstoða fólk við að greiða niður yfirdráttarlán sín með því að bjóða sérstaklega hagstæð kjör á þeim yfirdrætti sem fólk ákveður að borga jafnt og þétt niður. Við lækkum líka vexti á innlánum okkar, en styðjum við sparibaukana okkar með minni lækkun. Það er hluti af viðleitni okkar að efla sparibaukana okkar, sem hafa fengið frábærar viðtökur og eru sérstaklega gerð til að auðvelda fólki að spara enda gerir margt smátt eitt stórt.”
Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira