Sport

Dag­skráin í dag: Íslendingaslagur og meistararnir mæta þjálfaralausir til leiks

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Valur og Grindavík léku til úrslita á síðasta tímabili og hefja nýtt tímabil í kvöld, þó ekki gegn hvoru öðru. Valur verður án aðalþjálfara síns, Finns Freys, sem tekur út leikbann. 
Valur og Grindavík léku til úrslita á síðasta tímabili og hefja nýtt tímabil í kvöld, þó ekki gegn hvoru öðru. Valur verður án aðalþjálfara síns, Finns Freys, sem tekur út leikbann.  vísir / pawel

Það er að venju nóg um að vera á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. Tveir leikir fara fram í Bónus deild karla, Körfuboltakvöld tekur svo við og gerir alla umferðina upp. Þá er einnig Íslendingaslagur í Svíþjóð, toppslagur í Championship og ísköld viðureign í New York. 

Vodafone Sport

15:50 – Íslendingaslagur Rosengard og Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. Guðrún Arnardóttir er leikmaður Rosengard. Hlín Eiríksdóttir, Guðný Árnadóttir og Katla Tryggvadóttir eru leikmenn Kristianstad.

18:50 – Sunderland og Leeds mætast í Championship deildinni á Englandi.

23:05 – New York Islanders og New York Rangers mætast á svellinu í NHL, íshokkídeild Bandaríkjanna.

Stöð 2 Sport

20:10 – Grindavík og ÍR eigast við í fyrstu umferð Bónus deildar karla.

22:10 – Bónus Körfuboltakvöld: Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports gera upp alla leikina í 1. umferð Bónus deildar karla.

Stöð 2 Sport 4

18:50 – Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Bónus deildar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×