Fótbolti

Morata í stríði við bæjar­stjóra sem er stuðnings­maður Inter

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Álvaro Morata þarf að finna sér nýjan stað til að búa á.
Álvaro Morata þarf að finna sér nýjan stað til að búa á. getty/Fabrizio Carabelli

Álvaro Morata, fyrirliði spænska landsliðsins og leikmaður AC Milan, er fluttur úr bænum Corbetta vegna ummæla bæjarstjórans.

Morata gekk í raðir Milan frá Atlético Madrid fyrir tímabilið. Í stað þess að búa í Mílanó keypti Spánverjinn sér hús í bænum Corbetta sem er rúmlega 27 kílómetrum frá stórborginni. Morata vonaðist til að hann fengi meira næði þar með fjölskyldu sinni en í Mílanó.

Ekkert verður hins vegar af því að Morata búi í Corbetta. Á miðvikudaginn greindi bæjarstjórinn Marco Ballarini nefnilega frá því að Morata væri að flytja til bæjarins.

Í færslu á Instagram sagðist Morata vera hættur við að búa í Corbetta þar sem bæjarstjórinn hefði rofið friðhelgi einkalífs hans og stofnað öryggi barna hans í hættu eftir að hann tilkynnti að framherjinn væri fluttur til bæjarins.

Í kjölfar færslu Moratas birti Ballarini mynd af merki Inter á samfélagsmiðlum. Við það skrifaði hann einfaldlega bless. Ballarini er stuðningsmaður hinna bláu og svörtu, erkifjenda Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×