Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 10:02 Heimir Hallgrímsson átti erfiða byrjun með írska landsliðinu í síðasta mánuði þegar það tapaði gegn Englandi og Grikklandi á heimavelli. Nú bíða leikir við Finnland og Grikkland. Getty/Tim Clayton Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. Frá þessu greinir Irish Independent í dag og hefur eftir Heimi að hann hefði sjálfur ekki farið sömu leið og Whelan, sem lét vaða á súðum sem sérfræðingur í sjónvarpi í síðasta mánuði. Írar höfðu þá tapað gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis. Whelan hafði verið í Aþenu að fylgjast með gríska liðinu spila við Finna, og skilaði svo skýrslu um Grikkland til Heimis fyrir leik Íra við Grikki sem fylgdi í kjölfarið, samkvæmt Irish Independent. Whelan var svo í kjölfarið mættur sem sérfræðingur í sjónvarpi og talaði um „skort á trú“ hjá leikmönnum. „Það eru of margir leikmenn að spila fyrir Írland sem eru vanir því að tapa leikjum. Strákar sem hafa alltaf verið að tapa fyrir Írland og það er ekki gott,“ sagði Whelan. Glenn Whelan var aðstoðarlandsliðsþjálfari í skamman tíma áður en Heimir tók við írska landsliðinu.Getty/Stephen McCarthy Síðan þá hefur Whelan tekið að sér þjálfarastöðu hjá enska C-deildarliðinu Wigan og hann er ekki lengur í teymi Heimis, sem vill þó ekki gagnrýna Whelan. „Ég þekki Glenn ekki neitt. Ég veit ekki við hverju ég hefði átt að búast. Ég hefði ekki gert þetta. En ég þekki manninn ekki neitt. Ég hef aldrei talað við hann. Hann er ekki að leikgreina lengur,“ sagði Heimir. Heimir gerði umtalsverðar breytingar á írska hópnum frá síðasta mánuði, þegar hann valdi hópinn sem mætir Finnum næsta fimmtudag og Grikkjum í kjölfarið þremur dögum síðar. Heimir tók við írska liðinu í sumar í mikilli lægð og hann vill koma því á réttan kjöl. „Það er afar mikilvægt að við stöðvum blæðinguna á einhverjum tímapunkti. Það að tapa verður að vana, rétt eins og að vinna, og við verðum að hætta því,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Frá þessu greinir Irish Independent í dag og hefur eftir Heimi að hann hefði sjálfur ekki farið sömu leið og Whelan, sem lét vaða á súðum sem sérfræðingur í sjónvarpi í síðasta mánuði. Írar höfðu þá tapað gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis. Whelan hafði verið í Aþenu að fylgjast með gríska liðinu spila við Finna, og skilaði svo skýrslu um Grikkland til Heimis fyrir leik Íra við Grikki sem fylgdi í kjölfarið, samkvæmt Irish Independent. Whelan var svo í kjölfarið mættur sem sérfræðingur í sjónvarpi og talaði um „skort á trú“ hjá leikmönnum. „Það eru of margir leikmenn að spila fyrir Írland sem eru vanir því að tapa leikjum. Strákar sem hafa alltaf verið að tapa fyrir Írland og það er ekki gott,“ sagði Whelan. Glenn Whelan var aðstoðarlandsliðsþjálfari í skamman tíma áður en Heimir tók við írska landsliðinu.Getty/Stephen McCarthy Síðan þá hefur Whelan tekið að sér þjálfarastöðu hjá enska C-deildarliðinu Wigan og hann er ekki lengur í teymi Heimis, sem vill þó ekki gagnrýna Whelan. „Ég þekki Glenn ekki neitt. Ég veit ekki við hverju ég hefði átt að búast. Ég hefði ekki gert þetta. En ég þekki manninn ekki neitt. Ég hef aldrei talað við hann. Hann er ekki að leikgreina lengur,“ sagði Heimir. Heimir gerði umtalsverðar breytingar á írska hópnum frá síðasta mánuði, þegar hann valdi hópinn sem mætir Finnum næsta fimmtudag og Grikkjum í kjölfarið þremur dögum síðar. Heimir tók við írska liðinu í sumar í mikilli lægð og hann vill koma því á réttan kjöl. „Það er afar mikilvægt að við stöðvum blæðinguna á einhverjum tímapunkti. Það að tapa verður að vana, rétt eins og að vinna, og við verðum að hætta því,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira