Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 14:33 Breiðablik hefur þegar horft á eftir einum stórum titli í hendur Vals í sumar, í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. vísir/Anton Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. Breiðabliki nægir jafntefli í leiknum, sem hefst á Hlíðarenda klukkan 16:15. Vegleg útsending verður á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 15:45. „Ég held að það sé enginn í Breiðabliki að pæla í þessu jafntefli. Þær eru búnar að vera á rosalegu „rönni“ en á sama tíma held ég að þær séu mjög meðvitaðar um að í síðustu tveimur leikjum gegn Val, á Valsvellinum og í bikarúrslitaleiknum, hefur Valur haft mjög góð tök á leiknum,“ segir Jóhannes Karl en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir úrslitadaginn Miklu skiptir fyrir Val að Katie Cousins geti beitt sér sem mest í leiknum: „Maður hefur heyrt að hún sé svolítið tæp en Adda [aðstoðarþjálfari Vals] sagði í viðtali við mig í gær að hún myndi spila. Maður hefur á tilfinningunni að ef hún getur labbað þá muni hún byrja leikinn,“ sagði Guðmundur. „Hún bossaði síðasta deildarleik liðanna. Ef að Valur ætlar að hafa yfirhöndina þá er þetta lykilkonan í þeirra leik,“ bætti Mist við. Valur og Breiðablik hafa þegar mæst í fimm leikjum á þessu ári og hafa ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals haft betur í fjórum þeirra. „Þær eru búnar að sýna síðustu árin að þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið, og urðu bikarmeistarar fyrr í sumar. Þær elska þessa stóru leiki, og nú þurfa Blikarnir að sýna að þær elski þá líka,“ sagði Guðmundur en þáttinn má sjá hér að ofan. Einnig spilað um þriðja og fimmta sæti Leikurinn um titilinn vekur auðvitað langmesta athygli en áður en að honum kemur fara tveir leikir fram klukkan 14. Þór/KA og Víkingur spila um 3. sætið og í Hafnarfirði spila Þróttur og FH um 5. sætið. Allir leikir eru að sjálfsögðu á Sportrásum Stöðvar 2. Staðan og lokaumferðin í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Breiðablik Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Breiðabliki nægir jafntefli í leiknum, sem hefst á Hlíðarenda klukkan 16:15. Vegleg útsending verður á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 15:45. „Ég held að það sé enginn í Breiðabliki að pæla í þessu jafntefli. Þær eru búnar að vera á rosalegu „rönni“ en á sama tíma held ég að þær séu mjög meðvitaðar um að í síðustu tveimur leikjum gegn Val, á Valsvellinum og í bikarúrslitaleiknum, hefur Valur haft mjög góð tök á leiknum,“ segir Jóhannes Karl en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir úrslitadaginn Miklu skiptir fyrir Val að Katie Cousins geti beitt sér sem mest í leiknum: „Maður hefur heyrt að hún sé svolítið tæp en Adda [aðstoðarþjálfari Vals] sagði í viðtali við mig í gær að hún myndi spila. Maður hefur á tilfinningunni að ef hún getur labbað þá muni hún byrja leikinn,“ sagði Guðmundur. „Hún bossaði síðasta deildarleik liðanna. Ef að Valur ætlar að hafa yfirhöndina þá er þetta lykilkonan í þeirra leik,“ bætti Mist við. Valur og Breiðablik hafa þegar mæst í fimm leikjum á þessu ári og hafa ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals haft betur í fjórum þeirra. „Þær eru búnar að sýna síðustu árin að þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið, og urðu bikarmeistarar fyrr í sumar. Þær elska þessa stóru leiki, og nú þurfa Blikarnir að sýna að þær elski þá líka,“ sagði Guðmundur en þáttinn má sjá hér að ofan. Einnig spilað um þriðja og fimmta sæti Leikurinn um titilinn vekur auðvitað langmesta athygli en áður en að honum kemur fara tveir leikir fram klukkan 14. Þór/KA og Víkingur spila um 3. sætið og í Hafnarfirði spila Þróttur og FH um 5. sætið. Allir leikir eru að sjálfsögðu á Sportrásum Stöðvar 2. Staðan og lokaumferðin í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Breiðablik Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira