Ómar greindi frá því í pistli sínum að hann byggist við því að nefndin muni áminna hann nokkrum sinnum fljótlega og þá yrðu áminningarnar orðnar fleiri en hann getur talið. Hann svaraði nefndinni fullum hálsi sakaði hana um að gæta hagsmuna útvaldra lögmanna, eða „fínilögmanna“ eins og hann kallar þá.
Grein Ómars ber titilinn Úrskurðargrautur lögmanna og leiða má líkur að því að titillinn, ásamt fjölda tilvísana í „úrskurðarGrautinn“, sé skot á formann nefndarinnar Einar Gaut Steingrímsson.
Starfi án manngreinarálits
Vísir hafði samband við Einar Gaut til þess að falast eftir viðbrögðum hans við pistli Ómars. Í skriflegu svari segir Einar Gautur að nefndin geti ekki sem sem slík brugðist við sökum þess að eini vettvangurinn þar sem henni er mögulegt að fjalla um mál sé í úrskurðum hennar sjálfrar.
Hún þurfi að gæta þess að úrskurða aðeins að lögum , vera óvilhöll og starfa án manngreinarálits.
„Hún getur ógnað þeirri nálgun með því að deila opinberlega við þá sem gagnrýna störf hennar á mis málefnalegan hátt.“
Þá geti hann ekki heldur tjáð sig persónulega um málið.