„Verðum að vera harðari“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2024 22:00 Jamil Abiad stýrði Valsmönnum í kvöld. Vísir/Diego Jamil Abiad stýrði Íslandsmeisturum Vals í fjarveru Finns Freys Stefánssonar er liðið mátti þola 14 stiga tap gegn Stjörnunni í 1. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Finnur Freyr tók út leikbann í leik kvöldsins eftir að hann var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur í leik Vals gegn Keflavík í Meistarakeppni KKÍ á dögunum. Það kom því í hlut Jamils að stýra meisturunum í kvöld. „Það er klárlega erfitt að kyngja þessu tapi. Það er aldrei gaman að tapa, en það sem við tökum úr þessum leik er að við lærum af honum og bætum okkur út frá því. Ég sá klárlega hluti sem við þurfum að bæta þannig við horfum bara aftur á þennan leik og höldum svo áfram að bæta okkur eftir því sem líður á tímabilið,“ sagði Jamil í leikslok. Valsmenn byrjuðu leikinn vel, en misstu forskotið svo frá sér á stuttum kafla. Það sama gerðist svo í 4. leikhluta eftir að gestirnir höfðu unnið sig inn í leikinn. „Við vorum bara ekki nógu ákveðnir, þetta snýst aðallega um það. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum að ná að gera það sem við viljum, ekki bara láta valta yfir okkur á þeim augnablikum. Við verðum bara að vera harðari. Svo einfalt er þar.“ „Þetta var gegnumgangandi út nánast allan leikinn. Við þurfum bara að vera betri sem heild og sem hópur. Strákarnir vita það líka. En þetta er leikur sem við lærum af. Þetta var bara fyrsti leikur tímabilsins þannig að þetta er ekki eitthvað sem við munum dvelja of lengi við. Við þurfum að vera ákveðnari.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af Kára Jónssyni, sem skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. „Það er allt í lagi með hann. Stundum á maður góða leiki og stundum á maður slæma leiki. Það er bara hluti af körfubolta. Stundum hittir maður og stundum ekki. Í hverjum leik getur einhver nýr stigið upp og átt hörkuleik. Við erum með góðan hóp og það skiptir ekki máli hver er að skora stigin,“ sagði Jamil að lokum. Bónus-deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Finnur Freyr tók út leikbann í leik kvöldsins eftir að hann var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur í leik Vals gegn Keflavík í Meistarakeppni KKÍ á dögunum. Það kom því í hlut Jamils að stýra meisturunum í kvöld. „Það er klárlega erfitt að kyngja þessu tapi. Það er aldrei gaman að tapa, en það sem við tökum úr þessum leik er að við lærum af honum og bætum okkur út frá því. Ég sá klárlega hluti sem við þurfum að bæta þannig við horfum bara aftur á þennan leik og höldum svo áfram að bæta okkur eftir því sem líður á tímabilið,“ sagði Jamil í leikslok. Valsmenn byrjuðu leikinn vel, en misstu forskotið svo frá sér á stuttum kafla. Það sama gerðist svo í 4. leikhluta eftir að gestirnir höfðu unnið sig inn í leikinn. „Við vorum bara ekki nógu ákveðnir, þetta snýst aðallega um það. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum að ná að gera það sem við viljum, ekki bara láta valta yfir okkur á þeim augnablikum. Við verðum bara að vera harðari. Svo einfalt er þar.“ „Þetta var gegnumgangandi út nánast allan leikinn. Við þurfum bara að vera betri sem heild og sem hópur. Strákarnir vita það líka. En þetta er leikur sem við lærum af. Þetta var bara fyrsti leikur tímabilsins þannig að þetta er ekki eitthvað sem við munum dvelja of lengi við. Við þurfum að vera ákveðnari.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af Kára Jónssyni, sem skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. „Það er allt í lagi með hann. Stundum á maður góða leiki og stundum á maður slæma leiki. Það er bara hluti af körfubolta. Stundum hittir maður og stundum ekki. Í hverjum leik getur einhver nýr stigið upp og átt hörkuleik. Við erum með góðan hóp og það skiptir ekki máli hver er að skora stigin,“ sagði Jamil að lokum.
Bónus-deild karla Valur Stjarnan Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira