Cecilía fer á kostum í Mílanó Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 13:32 Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð sig frábærlega gegn meisturum Roma um helgina. Getty/Pier Marco Tacca Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir virðist njóta sín í botn með liði Inter í ítölsku A-deildinni í fótbolta og hún stóð sig frábærlega í leik við meistara Roma um helgina. Eins og sjá má af klippum frá leik Inter og Roma hér að neðan þá hafði Cecilía í nógu að snúast í leiknum en meistararnir áttu hins vegar í tómu basli með að koma boltanum framhjá henni. Það tókst þeim í rauninni ekki, því eina mark Roma var sjálfsmark Mariju Milinkovic í 1-1 jafntefli. Cecilía er til að mynda í liði 5. umferðarinnar hjá Sofascore, með 8,2 í einkunn eða eina hæstu einkunn umferðarinnar. Hún var einnig valin í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína í fyrsta leik hjá Inter, eftir að hafa komið að láni frá Bayern München í sumar. View this post on Instagram A post shared by Cecilía Rán Rúnarsdóttir (@ceciliaranr) Cecilía meiddist alvarlega í hné fyrir ári síðan en hefur nú náð sér af þeim meiðslum og rúmlega það, og hefur enn ekki tapað með Inter í deildinni. Þessi 21 árs gamla knattspyrnukona hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í ítölsku deildinni það sem af er leiktíð, fæst allra, og aldrei fleiri en eitt mark í leik. Cecilía er með flest varin skot að meðaltali í deildinni, samkvæmt tölfræði Sofascore, með 4,3 varin skot að meðaltali í leik, en þær Doris Bacic hjá Napoli eru einar um að hafa varið að minnsta kosti fjögur skot að meðaltali í leik. Inter er núna í 3. sæti með ellefu stig, fjórum stigum á eftir toppliði Juventus sem unnið hefur alla leiki sína til þessa. Meistarar Roma eru í 4. sæti með níu stig en Fiorentina, með Alexöndru Jóhannsdóttur innanborðs, er í 2. sæti með tólf stig. Ítalski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Eins og sjá má af klippum frá leik Inter og Roma hér að neðan þá hafði Cecilía í nógu að snúast í leiknum en meistararnir áttu hins vegar í tómu basli með að koma boltanum framhjá henni. Það tókst þeim í rauninni ekki, því eina mark Roma var sjálfsmark Mariju Milinkovic í 1-1 jafntefli. Cecilía er til að mynda í liði 5. umferðarinnar hjá Sofascore, með 8,2 í einkunn eða eina hæstu einkunn umferðarinnar. Hún var einnig valin í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína í fyrsta leik hjá Inter, eftir að hafa komið að láni frá Bayern München í sumar. View this post on Instagram A post shared by Cecilía Rán Rúnarsdóttir (@ceciliaranr) Cecilía meiddist alvarlega í hné fyrir ári síðan en hefur nú náð sér af þeim meiðslum og rúmlega það, og hefur enn ekki tapað með Inter í deildinni. Þessi 21 árs gamla knattspyrnukona hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í ítölsku deildinni það sem af er leiktíð, fæst allra, og aldrei fleiri en eitt mark í leik. Cecilía er með flest varin skot að meðaltali í deildinni, samkvæmt tölfræði Sofascore, með 4,3 varin skot að meðaltali í leik, en þær Doris Bacic hjá Napoli eru einar um að hafa varið að minnsta kosti fjögur skot að meðaltali í leik. Inter er núna í 3. sæti með ellefu stig, fjórum stigum á eftir toppliði Juventus sem unnið hefur alla leiki sína til þessa. Meistarar Roma eru í 4. sæti með níu stig en Fiorentina, með Alexöndru Jóhannsdóttur innanborðs, er í 2. sæti með tólf stig.
Ítalski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira