Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Aron Guðmundsson skrifar 8. október 2024 09:01 Ásta Eir Árnadóttir hefur lagt knattpspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan feril sem fékk fullkomin endalok þegar að Ásta, sem fyrirliði Breiðabliks, lyfti Bestu deildar skildinu eftir að lið Breiðabliks tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn árið 2024 Vísir/Einar Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, frá því á sunnudaginn síðastliðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun Ástu kom vafalaust mörgum á óvart en hún á þó sinn aðdraganda. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ásta lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Breiðablik árið 2009. Alls urðu leikirnir í efstu deild 176 talsins og Ásta lítur stolt fyrir farin veg og er þakklát fyrir allar sínar stundir í græna hluta Kópavogs. Bæði þær góðu en einnig þær erfiðu og krefjandi því tími Ástu hjá Breiðabliki hefur ekki aðeins verið gönguferð í garðinum. Hún hefur þurft að glíma við krefjandi og erfið meiðsli, upplifað súr töp en einnig mikla gleðitíma og sæta sigra. Þrír Íslandsmeistaratitlar og þrír bikarmeistaratitlar eru vitnisburðir þess. Ásta skilur eftir sig skarð sem yrði erfitt að fylla fyrir hvaða lið sem er. „Ég byrjaði aðeins að pæla í þessu rétt fyrir tímabilið,“ segir Ásta Eir við íþróttadeild Stöðvar 2 um aðdraganda ákvörðunar sinnar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Klippa: Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok „Þá fann ég fyrir tilfinningu á þá leið að ég gæti mögulega verið tilbúin í að leggja skóna á hilluna. Að þetta yrði mitt síðasta tímabil. Ég hins vegar hugsaði þó alltaf fyrst að ég yrði tilbúin í að gera það ef við myndum standa uppi sem tvöfaldir meistarar eða myndum allavega vinna titil.“ Ásta Eir hafði látið nánustu fjölskyldu sína vita af því hvaða tilfinningar væru að bærast um innra með sér varðandi möguleg endalok ferilsins. Breiðablik komst í úrslitaleik Mjólkurbikarsins en laut þar í lægra haldi gegn Val. „Þá fékk ég þá spurningu frá mínum nánustu sem vissu stöðuna á mér hvort ég ætlaði að endurhugsa þetta eitthvað.“ En það var á þeim tímapunkti sem Ásta fór að sjá hlutina öðruvísi. „Þetta snýst ekki bara um titla. Þetta er bara ákvörðun leikmannsins og ég byrjaði þá virkilega að fara inn í alla leiki til þess að njóta. Hélt þessu leyndu lengi en er mjög sátt með þessa ákvörðun mína. Auðvitað endaði þetta handrit fullkomlega. Með Íslandsmeistaratitli eins og ég hafði séð fyrir mér. Það gerir þetta enn þá betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni þar sem farið er nánar í saumana á ákvörðun hennar, tímann hjá Breiðabliki, úrslitaleikinn gegn Val sem og framhaldið hjá henni og ástina á Breiðabliki má sjá hér fyrir ofan. Þá má nálgast viðtalið í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan. Besta deild kvenna Breiðablik Kópavogur Besta sætið Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ásta lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Breiðablik árið 2009. Alls urðu leikirnir í efstu deild 176 talsins og Ásta lítur stolt fyrir farin veg og er þakklát fyrir allar sínar stundir í græna hluta Kópavogs. Bæði þær góðu en einnig þær erfiðu og krefjandi því tími Ástu hjá Breiðabliki hefur ekki aðeins verið gönguferð í garðinum. Hún hefur þurft að glíma við krefjandi og erfið meiðsli, upplifað súr töp en einnig mikla gleðitíma og sæta sigra. Þrír Íslandsmeistaratitlar og þrír bikarmeistaratitlar eru vitnisburðir þess. Ásta skilur eftir sig skarð sem yrði erfitt að fylla fyrir hvaða lið sem er. „Ég byrjaði aðeins að pæla í þessu rétt fyrir tímabilið,“ segir Ásta Eir við íþróttadeild Stöðvar 2 um aðdraganda ákvörðunar sinnar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Klippa: Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok „Þá fann ég fyrir tilfinningu á þá leið að ég gæti mögulega verið tilbúin í að leggja skóna á hilluna. Að þetta yrði mitt síðasta tímabil. Ég hins vegar hugsaði þó alltaf fyrst að ég yrði tilbúin í að gera það ef við myndum standa uppi sem tvöfaldir meistarar eða myndum allavega vinna titil.“ Ásta Eir hafði látið nánustu fjölskyldu sína vita af því hvaða tilfinningar væru að bærast um innra með sér varðandi möguleg endalok ferilsins. Breiðablik komst í úrslitaleik Mjólkurbikarsins en laut þar í lægra haldi gegn Val. „Þá fékk ég þá spurningu frá mínum nánustu sem vissu stöðuna á mér hvort ég ætlaði að endurhugsa þetta eitthvað.“ En það var á þeim tímapunkti sem Ásta fór að sjá hlutina öðruvísi. „Þetta snýst ekki bara um titla. Þetta er bara ákvörðun leikmannsins og ég byrjaði þá virkilega að fara inn í alla leiki til þess að njóta. Hélt þessu leyndu lengi en er mjög sátt með þessa ákvörðun mína. Auðvitað endaði þetta handrit fullkomlega. Með Íslandsmeistaratitli eins og ég hafði séð fyrir mér. Það gerir þetta enn þá betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni þar sem farið er nánar í saumana á ákvörðun hennar, tímann hjá Breiðabliki, úrslitaleikinn gegn Val sem og framhaldið hjá henni og ástina á Breiðabliki má sjá hér fyrir ofan. Þá má nálgast viðtalið í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan.
Besta deild kvenna Breiðablik Kópavogur Besta sætið Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira