Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Aron Guðmundsson skrifar 8. október 2024 09:01 Ásta Eir Árnadóttir hefur lagt knattpspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan feril sem fékk fullkomin endalok þegar að Ásta, sem fyrirliði Breiðabliks, lyfti Bestu deildar skildinu eftir að lið Breiðabliks tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn árið 2024 Vísir/Einar Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, frá því á sunnudaginn síðastliðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun Ástu kom vafalaust mörgum á óvart en hún á þó sinn aðdraganda. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ásta lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Breiðablik árið 2009. Alls urðu leikirnir í efstu deild 176 talsins og Ásta lítur stolt fyrir farin veg og er þakklát fyrir allar sínar stundir í græna hluta Kópavogs. Bæði þær góðu en einnig þær erfiðu og krefjandi því tími Ástu hjá Breiðabliki hefur ekki aðeins verið gönguferð í garðinum. Hún hefur þurft að glíma við krefjandi og erfið meiðsli, upplifað súr töp en einnig mikla gleðitíma og sæta sigra. Þrír Íslandsmeistaratitlar og þrír bikarmeistaratitlar eru vitnisburðir þess. Ásta skilur eftir sig skarð sem yrði erfitt að fylla fyrir hvaða lið sem er. „Ég byrjaði aðeins að pæla í þessu rétt fyrir tímabilið,“ segir Ásta Eir við íþróttadeild Stöðvar 2 um aðdraganda ákvörðunar sinnar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Klippa: Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok „Þá fann ég fyrir tilfinningu á þá leið að ég gæti mögulega verið tilbúin í að leggja skóna á hilluna. Að þetta yrði mitt síðasta tímabil. Ég hins vegar hugsaði þó alltaf fyrst að ég yrði tilbúin í að gera það ef við myndum standa uppi sem tvöfaldir meistarar eða myndum allavega vinna titil.“ Ásta Eir hafði látið nánustu fjölskyldu sína vita af því hvaða tilfinningar væru að bærast um innra með sér varðandi möguleg endalok ferilsins. Breiðablik komst í úrslitaleik Mjólkurbikarsins en laut þar í lægra haldi gegn Val. „Þá fékk ég þá spurningu frá mínum nánustu sem vissu stöðuna á mér hvort ég ætlaði að endurhugsa þetta eitthvað.“ En það var á þeim tímapunkti sem Ásta fór að sjá hlutina öðruvísi. „Þetta snýst ekki bara um titla. Þetta er bara ákvörðun leikmannsins og ég byrjaði þá virkilega að fara inn í alla leiki til þess að njóta. Hélt þessu leyndu lengi en er mjög sátt með þessa ákvörðun mína. Auðvitað endaði þetta handrit fullkomlega. Með Íslandsmeistaratitli eins og ég hafði séð fyrir mér. Það gerir þetta enn þá betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni þar sem farið er nánar í saumana á ákvörðun hennar, tímann hjá Breiðabliki, úrslitaleikinn gegn Val sem og framhaldið hjá henni og ástina á Breiðabliki má sjá hér fyrir ofan. Þá má nálgast viðtalið í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan. Besta deild kvenna Breiðablik Kópavogur Besta sætið Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ásta lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Breiðablik árið 2009. Alls urðu leikirnir í efstu deild 176 talsins og Ásta lítur stolt fyrir farin veg og er þakklát fyrir allar sínar stundir í græna hluta Kópavogs. Bæði þær góðu en einnig þær erfiðu og krefjandi því tími Ástu hjá Breiðabliki hefur ekki aðeins verið gönguferð í garðinum. Hún hefur þurft að glíma við krefjandi og erfið meiðsli, upplifað súr töp en einnig mikla gleðitíma og sæta sigra. Þrír Íslandsmeistaratitlar og þrír bikarmeistaratitlar eru vitnisburðir þess. Ásta skilur eftir sig skarð sem yrði erfitt að fylla fyrir hvaða lið sem er. „Ég byrjaði aðeins að pæla í þessu rétt fyrir tímabilið,“ segir Ásta Eir við íþróttadeild Stöðvar 2 um aðdraganda ákvörðunar sinnar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Klippa: Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok „Þá fann ég fyrir tilfinningu á þá leið að ég gæti mögulega verið tilbúin í að leggja skóna á hilluna. Að þetta yrði mitt síðasta tímabil. Ég hins vegar hugsaði þó alltaf fyrst að ég yrði tilbúin í að gera það ef við myndum standa uppi sem tvöfaldir meistarar eða myndum allavega vinna titil.“ Ásta Eir hafði látið nánustu fjölskyldu sína vita af því hvaða tilfinningar væru að bærast um innra með sér varðandi möguleg endalok ferilsins. Breiðablik komst í úrslitaleik Mjólkurbikarsins en laut þar í lægra haldi gegn Val. „Þá fékk ég þá spurningu frá mínum nánustu sem vissu stöðuna á mér hvort ég ætlaði að endurhugsa þetta eitthvað.“ En það var á þeim tímapunkti sem Ásta fór að sjá hlutina öðruvísi. „Þetta snýst ekki bara um titla. Þetta er bara ákvörðun leikmannsins og ég byrjaði þá virkilega að fara inn í alla leiki til þess að njóta. Hélt þessu leyndu lengi en er mjög sátt með þessa ákvörðun mína. Auðvitað endaði þetta handrit fullkomlega. Með Íslandsmeistaratitli eins og ég hafði séð fyrir mér. Það gerir þetta enn þá betra. Ég er mjög sátt í hjartanu eftir þetta allt saman.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni þar sem farið er nánar í saumana á ákvörðun hennar, tímann hjá Breiðabliki, úrslitaleikinn gegn Val sem og framhaldið hjá henni og ástina á Breiðabliki má sjá hér fyrir ofan. Þá má nálgast viðtalið í hlaðvarpsformi hér fyrir neðan.
Besta deild kvenna Breiðablik Kópavogur Besta sætið Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira