Innlent

Íbúakosning verður haldin í Hafnar­firði

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Miklar umræður sköpuðust á íbúafundinum í Bæjarbíói.
Miklar umræður sköpuðust á íbúafundinum í Bæjarbíói.

Fari svo að Hafnarfjarðarbær og Coda Terminal nái samningum um að fyrirtækið dæli innfluttu koldíoxíði niður í jörðina við bæinn verður haldin íbúakosning um málið.

Íbúa­fund­ur var hald­in í Bæj­ar­bíói í Hafnar­f­irði í kvöld und­ir yf­ir­skrift­inni „Breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi Hafna­fjarðar og deili­skipu­lags­verk­efn­um vegna Coda Term­inal“. Fundurinn var vel sóttur og fjörugur að sögn viðstaddra.

Coda Terminal er dótturfyrirtæki Carbfix sem hyggst koma upp tíu borteigum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í setbergið. Mikil ólga hefur verið meðal íbúa í Hafnarfirði vegna áformanna.

„Fáum við ekki íbúakosningu?“

Eftir langa kynningu Silju Traustadóttur, skipulagshöfundar hjá Eflu, á deiliskipulaginu var fyrsta spurning borin fram: „Fáum við ekki íbúakosningu um þetta mál?“

Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og starfshóps um Carbfix-verkefinið, svaraði henni játandi. Fyrst þyrfti bærinn þó að ná saman við Coda Terminal.

„Þegar allt saman liggur fyrir, vörðurnar það er að segja, álit Skipulagsstofnunar og eins hvað er í þessu fyrir okkur Hafnfirðinga nákvæmlega fjárhagslega þá verður það auðvitað sett í íbúakosningu,“ sagði Valdimar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×