Viðskipti innlent

Már nýr með­eig­andi hjá At­hygli

Atli Ísleifsson skrifar
Már Másson.
Már Másson. Athygli

Már Másson hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli og bætist samtímis í eigendahóp félagsins.

 Í tilkynningu segir að Már hafi víðtæka reynslu á sviði samskiptamála, stefnumótunar og rekstrar.

„Undanfarið hefur Már starfað sem framkvæmdastjóri Fasteignasölunnar Mikluborgar og sem ráðgjafi við stefnumótun, rekstur og samskipti. Á árunum 2016-2022 starfaði Már hjá Bláa Lóninu, lengst af sem framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs. Áður starfaði Már hjá Íslandsbanka og forvera hans, sem forstöðumaður samskiptamála, stafrænna dreifileiða og á skrifstofu bankastjóra. Þá var hann upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins um skeið og viðskiptafulltrúi við sendiráðið í Kaupmannahöfn frá 2004-2006.

Már er með B.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS) og M.Sc. gráðu í stjórnun, samskiptum og stefnumótun frá háskólanum í Lugano í Sviss (USI).

Ráðgjafafyrirtækið Athygli var stofnað árið 1989 og sérhæfir sig í dag í stjórnendaráðgjöf, samskiptaráðgjöf, upplýsingamiðlun og stefnumótun. Félagið er samstarfsaðili norska ráðgjafafyrirtækisins Geelmuydeen Kiese sem er með skrifstofur í Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×