Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2024 12:02 Theódór Gíslason, tæknistjóri Syndis, vill að samfélagið fari í auknum mæli að líta á öryggisveikleika sem styrkleika og til forvarna. Valgarður Gíslason Stofnandi Defend Iceland vill knýja fram viðhorfsbreytingu um öryggisveikleika. Hann fullyrðir að þeir séu jákvæðir ef þeir eru meðhöndlaðir á ábyrgan hátt; tilkynntir og birtir í forvarnaskyni. Sumum finnist óþægilegt að sýna veikleikamerki en ef veikleikinn er meðhöndlaður sé það ekkert annað en styrkleikamerki. Theódór Gíslason er stofnandi Defend Iceland, netöryggisráðgjafi og tæknistjóri Syndis. Hann er einn af fyrirlesurum á ráðstefnu Fjarskiptastofu um netöryggismál á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Erindið kallast „einum veikleika frá ‚Game over‘“ eða búið spil. Þar færir hann rök fyrir því að öryggisveikleikar séu á vissan hátt jákvæðir. „Öryggisveikleiki sem er misnotaður er náttúrulega mjög alvarlegur og getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar alveg eins og margir hafa séð. Hugmyndin er sem sagt sú að ef öryggisveikleiki finnst á ábyrgan hátt og er tilkynntur á ábyrgan hátt og meðhöndlaður á ábyrgan hátt og birtur á ábyrgan hátt, þá erum við öll ábyrgari sem samfélag. Alveg eins og að við viljum vita hvernig veðrið er, hvort það séu sprungur í jarðskorpunni í jörðinni undir okkur og allt þetta.“ Theódór segir sögur frá Defend Iceland þar sem svokallaðir heiðarlegir hakkarar eru farnir að tilkynna öryggisveikleika og þannig efla öryggismenningu í netheimum. „Birting er það sem á ensku kallast „responsible disclosure“ eða ábyrg birting á veikleikum. Þetta tíðkast erlendis og er yfirleitt álitið traustmerki. Til að byrja með er ég að tala um að vinna með háskólanum og að við nýtum þetta í menntun og hjá tölvunarfræðingum og þeim sem eru í tölvugeiranum svo við megum læra af þessum veikleikum þó að þeir verði ekki misnotaðir. Þetta er hugarfarsbreyting af því að fólki finnst óþægilegt að ræða þessa hluti, að sýna á sér veikleikamerki en öryggisveikleiki sem er meðhöndlaður ábyrgt er ekkert annað en styrkleikamerki.“ Netöryggi Tækni Tengdar fréttir Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. 6. október 2024 13:31 Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. 14. september 2024 15:19 Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. 29. ágúst 2024 21:31 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Theódór Gíslason er stofnandi Defend Iceland, netöryggisráðgjafi og tæknistjóri Syndis. Hann er einn af fyrirlesurum á ráðstefnu Fjarskiptastofu um netöryggismál á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Erindið kallast „einum veikleika frá ‚Game over‘“ eða búið spil. Þar færir hann rök fyrir því að öryggisveikleikar séu á vissan hátt jákvæðir. „Öryggisveikleiki sem er misnotaður er náttúrulega mjög alvarlegur og getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar alveg eins og margir hafa séð. Hugmyndin er sem sagt sú að ef öryggisveikleiki finnst á ábyrgan hátt og er tilkynntur á ábyrgan hátt og meðhöndlaður á ábyrgan hátt og birtur á ábyrgan hátt, þá erum við öll ábyrgari sem samfélag. Alveg eins og að við viljum vita hvernig veðrið er, hvort það séu sprungur í jarðskorpunni í jörðinni undir okkur og allt þetta.“ Theódór segir sögur frá Defend Iceland þar sem svokallaðir heiðarlegir hakkarar eru farnir að tilkynna öryggisveikleika og þannig efla öryggismenningu í netheimum. „Birting er það sem á ensku kallast „responsible disclosure“ eða ábyrg birting á veikleikum. Þetta tíðkast erlendis og er yfirleitt álitið traustmerki. Til að byrja með er ég að tala um að vinna með háskólanum og að við nýtum þetta í menntun og hjá tölvunarfræðingum og þeim sem eru í tölvugeiranum svo við megum læra af þessum veikleikum þó að þeir verði ekki misnotaðir. Þetta er hugarfarsbreyting af því að fólki finnst óþægilegt að ræða þessa hluti, að sýna á sér veikleikamerki en öryggisveikleiki sem er meðhöndlaður ábyrgt er ekkert annað en styrkleikamerki.“
Netöryggi Tækni Tengdar fréttir Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. 6. október 2024 13:31 Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. 14. september 2024 15:19 Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. 29. ágúst 2024 21:31 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. 6. október 2024 13:31
Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. 14. september 2024 15:19
Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. 29. ágúst 2024 21:31