Lífið

Tíu ár af ást: „Senni­lega ekki auð­velt með mér“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Aron Kristinn og Lára fagnað tíu ára sambandsafmæli sínu í dag.
Aron Kristinn og Lára fagnað tíu ára sambandsafmæli sínu í dag. Instagram @aronkristinn

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal fagna tíu ár af ást í dag. Hjúin eru enn ástfangin upp fyrir haus eftir áratug saman og segir Aron að hann fái að vakna með bestu manneskju í heimi á hverjum morgni. 

Aron Kristinn hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni ClubDub og Lára starfar hjá KPMG sem sérfræðingur í sjálfbærni. Þau byrjuðu saman þegar þau voru bæði við nám í Verzlunarskóla Íslands. 

Hann birtir einlæga færslu á Instagram síðu sinni í tilefni af þessum tímamótum og skrifar: 

„10 ár með Láru - I won. Hún gefur mér rými og tíma - það mikilvægasta sem hægt er að gefa. Það er sennilega ekki auðvelt að vera í sambandi með mér. Ég fæ að vakna með bestu manneskju í heimi á hverjum morgni, þvílík lukka. Endalaus ást.“

Hljómsveitin ClubDub samanstendur af tvíeykinu Aroni Kristni og Brynjari Barkarsyni. Hún vakti athygli fyrst árið 2018 með útgáfu EP plötunnar Juice Menu Vol. 1. 

Þar má finna vinsæl lög á borð við Clubbed Up og Drykk 3x. Þá hefur sveitin gefið út fjöldann allan af smellum síðan og gaf meðal annars út plötuna Risa tilkynning í vor. Vinsælasta lagið á þeirri plötu er bad bitch í RVK en lagið er með tæplega 900 þúsund spilanir á streymisveitunni Spotify. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×