GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 22:59 Helgi Már þekkir það að verja titla og telur núverandi Íslandsmeistara þurfa á hjálp að halda. vísir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir meistarar með KR á árum áður, ræddu meðal annars núverandi Íslandsmeistara Vals í fjórða þætti af GAZið, hlaðvarpsþætti um körfubolta. Pavel hefur á tilfinningunni að eitthvað vanti í liðið og Helgi tók undir. Pavel sagði hlustendum frá því að hann treysti mjög mikið á tilfinningar, myndi sér margar skoðanir og taki margar ákvarðanir út frá því hvernig honum líður, hvað tilfinningin segir honum. Tilfinningin fyrir Valsliðinu er ekki góð. „Tilfinningin segir mér að það vanti einhvers konar líf og partý, stemningu, ég veit ekki alveg hvað það er og næ ekki að koma rétta orðinu að því. En það er einhver tilfinning um að það vanti eitthvað,“ sagði Pavel um Íslandsmeistarana. Valur tapaði í úrslitaleik meistaranna gegn Keflavík og aftur í fyrsta deildarleik tímabilsins gegn Stjörnunni. Þurfa mann þó Kristófer sé á batavegi „Það vantar smá uppfærslu, smá ferskleika inn í þennan sterka kjarna til að kveikja í þessu eða búa til einhvern núning sem kemur þessu í gang. Upplifunin er þegar maður horfir á þennan leik að þeim vanti mann, Kára vantar einhvern til aðstoðar. Þeir geta ekki eingöngu keyrt á þessu liði þangað til Kristófer kemur aftur,“ tók Helgi Már undir og velti vöngum yfir því hvenær og hversu vel Kristófer Acox myndi snúa aftur. Hann hefði engar áhyggjur af því að Kristófer kæmist á endanum í stand, en sagði að það myndi taka tíma. „Jafnvel þó Kristófer væri þarna myndi maður vilja fá einhvern frískleika inn. Þeir eru búnir að vera í úrslitum núna þrjú ár í röð og þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn,“ sagði Helgi einnig. Þáttinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Umræðan um Val hefst eftir rétt rúmar tíu mínútur. Bónus-deild karla Valur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Pavel sagði hlustendum frá því að hann treysti mjög mikið á tilfinningar, myndi sér margar skoðanir og taki margar ákvarðanir út frá því hvernig honum líður, hvað tilfinningin segir honum. Tilfinningin fyrir Valsliðinu er ekki góð. „Tilfinningin segir mér að það vanti einhvers konar líf og partý, stemningu, ég veit ekki alveg hvað það er og næ ekki að koma rétta orðinu að því. En það er einhver tilfinning um að það vanti eitthvað,“ sagði Pavel um Íslandsmeistarana. Valur tapaði í úrslitaleik meistaranna gegn Keflavík og aftur í fyrsta deildarleik tímabilsins gegn Stjörnunni. Þurfa mann þó Kristófer sé á batavegi „Það vantar smá uppfærslu, smá ferskleika inn í þennan sterka kjarna til að kveikja í þessu eða búa til einhvern núning sem kemur þessu í gang. Upplifunin er þegar maður horfir á þennan leik að þeim vanti mann, Kára vantar einhvern til aðstoðar. Þeir geta ekki eingöngu keyrt á þessu liði þangað til Kristófer kemur aftur,“ tók Helgi Már undir og velti vöngum yfir því hvenær og hversu vel Kristófer Acox myndi snúa aftur. Hann hefði engar áhyggjur af því að Kristófer kæmist á endanum í stand, en sagði að það myndi taka tíma. „Jafnvel þó Kristófer væri þarna myndi maður vilja fá einhvern frískleika inn. Þeir eru búnir að vera í úrslitum núna þrjú ár í röð og þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn,“ sagði Helgi einnig. Þáttinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Umræðan um Val hefst eftir rétt rúmar tíu mínútur.
Bónus-deild karla Valur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum