Viðskipti innlent

Ís­leifur tekur við sem for­stöðu­maður hjá VÍS

Atli Ísleifsson skrifar
Ísleifur Arnarson.
Ísleifur Arnarson. Íris Dögg Einarsdóttir.

Ísleifur Orri Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar hjá VÍS, þar sem hann mun bera ábyrgð á því að framfylgja stefnu fyrirtækisins um samhæfða áhættustýringu.

Í tilkynningu frá VÍS segir að Ísleifur hafi verið ráðinn til VÍS fyrr á árinu sem sérfræðingur í áhættustýringu en taki nú við starfi forstöðumanns áhættustýringar.

„Ísleifur hefur víðtæka reynslu af áhættustýringu í fjármálastarfsemi en um átta ára skeið gegndi hann starfi forstöðumanns í áhættustýringu hjá Arion banka og þar áður starfaði hann sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Kaupþingi banka. Á árunum 2021-2022 starfaði Ísleifur sem yfirmaður áhættustýringar hjá Lífsverki lífeyrissjóði en hann kom til VÍS frá EFLU verkfræðistofu. 

Ísleifur er með BSc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í hagfræði frá sama skóla og hefur auk þess lokið prófi í verðbréfamiðlun,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×