Undraverður bati með háþrýstimeðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2024 20:01 Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á Háþrýsti-og Köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. Vísir/Einar Fólk sem þjáist af langtímaafleiðingum Covid hefur náð miklum bata eftir að hafa stundað háþrýstimeðferð á Landspítalanum. Sjúklingar sem hafa verið rúmliggjandi hafi getað snúið aftur til eðlilegs lífs. Tæknin nýtist gegn mörgum öðrum sjúkdómum og kvillum. Landspítalinn fékk fyrsta háþrýsti-og köfunarlækningarklefann frá Ítalíu árið 1992 og síðan þá hafa tólf þúsund manns fengið slíka meðferð. Spítalinn fékk nýtt tæki fyrir ári sem er stærra og öflugra en áður. Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á háþrýsti-og köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. „Hingað koma aðallega sjúklingar með krónísk sár eða frá sáramiðstöð. Fólk kemur eftir lýtaaðgerðir, æðaskurðlækningar eða áverka- og bæklunaraðgerðir. Við fáum líka marga sjúklinga frá taugalækningadeildinni með krónísk einkenni. Annar stór hópur kemur af bráðadeildinni eftir köfunarslys eða vegna reykeitrunar,“ segir Leonardo. Klefinn tekur allt að 14 manns í sæti og er fólk yfirleitt hálftíma í senn í honum tekur hlé og fer svo aftur í hálf´tima. Í alvarlegri tilvikur er fólk allt að tólf tíma í klefanum.Vísir/Einar Komust aftur út í lífið Meðferðin fer þannig fram að fólk andar að sér súrefni undir háþrýstingi hálftíma í senn en í alvarlegri tilvikum er fólk allt að tólf tíma í klefanum. Leonardo segir rannsóknir sýna að vefir og sár grói mun hraðar þannig en undir venjulegum kringumstæðum. Hann byrjaði nýlega að fá til sín fólk með langtíma Covid. Sjúklingarnir eru nú orðnir sextíu og meðferðin hefur reynst afar vel. „Sumir sjúklinganna hafa verið algerlega rúmliggjandi allan daginn, hafa orðið að hætta að vinna, geta ekki verið með fjölskyldunni eða eldað fyrir börnin. Nú eru þeir farnir að vinna aftur, ferðast um landið og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Þá hafa sumir getað snúið aftur í nám, háskólanám og mastersnám, ,“ segir Leonardo. Leonard segir að fólk þurfi að koma um þrjátíu sinnum í tækið til að ná bata og það er mikil ásókn. „Það er alveg fullt hjá okkur þar til í febrúar en það er hægt að byrja að bóka fyrir mars,“ segir Leonardo. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Landspítalinn fékk fyrsta háþrýsti-og köfunarlækningarklefann frá Ítalíu árið 1992 og síðan þá hafa tólf þúsund manns fengið slíka meðferð. Spítalinn fékk nýtt tæki fyrir ári sem er stærra og öflugra en áður. Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á háþrýsti-og köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. „Hingað koma aðallega sjúklingar með krónísk sár eða frá sáramiðstöð. Fólk kemur eftir lýtaaðgerðir, æðaskurðlækningar eða áverka- og bæklunaraðgerðir. Við fáum líka marga sjúklinga frá taugalækningadeildinni með krónísk einkenni. Annar stór hópur kemur af bráðadeildinni eftir köfunarslys eða vegna reykeitrunar,“ segir Leonardo. Klefinn tekur allt að 14 manns í sæti og er fólk yfirleitt hálftíma í senn í honum tekur hlé og fer svo aftur í hálf´tima. Í alvarlegri tilvikur er fólk allt að tólf tíma í klefanum.Vísir/Einar Komust aftur út í lífið Meðferðin fer þannig fram að fólk andar að sér súrefni undir háþrýstingi hálftíma í senn en í alvarlegri tilvikum er fólk allt að tólf tíma í klefanum. Leonardo segir rannsóknir sýna að vefir og sár grói mun hraðar þannig en undir venjulegum kringumstæðum. Hann byrjaði nýlega að fá til sín fólk með langtíma Covid. Sjúklingarnir eru nú orðnir sextíu og meðferðin hefur reynst afar vel. „Sumir sjúklinganna hafa verið algerlega rúmliggjandi allan daginn, hafa orðið að hætta að vinna, geta ekki verið með fjölskyldunni eða eldað fyrir börnin. Nú eru þeir farnir að vinna aftur, ferðast um landið og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Þá hafa sumir getað snúið aftur í nám, háskólanám og mastersnám, ,“ segir Leonardo. Leonard segir að fólk þurfi að koma um þrjátíu sinnum í tækið til að ná bata og það er mikil ásókn. „Það er alveg fullt hjá okkur þar til í febrúar en það er hægt að byrja að bóka fyrir mars,“ segir Leonardo.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent