Heimir um ummæli Dunne: „Ykkar starf að safna áskrifendum“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 09:01 Heimir Hallgrímsson sposkur á svip á æfingu írska landsliðsins í Helsinki í gær. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, ætlar ekki að láta ummæli Richards Dunne trufla sig í aðdraganda leiksins við Finnland í dag, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Svona sé bransinn og menn vilji sífellt reyna að bæta við sig áskrifendum. Heimir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Helsinki í gær, líkt og venja er daginn fyrir leik. Þar var hann spurður út í ummæli Dunne sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íra og lék um árabil í vörn Manchester City og Aston Villa. Dunne sagðist telja að Heimir væri strax farinn að finna fyrir pressunni sem fylgi því að þjálfa írska landsliðsins, og sagði mögulegt að hann yrði rekinn eftir komandi leiki við Finnland og Grikkland, þrátt fyrir að Heimir sé rétt búinn að hefja störf. Fyrstu leikir Íra undir hans stjórn voru í síðasta mánuði og töpuðust báðir, 2-0 gegn Englandi og Grikklandi. „Hann [Heimir] er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. Ekki tími til að hafa skoðanir á skoðunum Heimir svaraði þessu á blaðamannafundinum í gær: „Svona er bransinn. Ykkar starf er að safna áskrifendum, að hlustað sé á ykkur, blöðin ykkar keypt. Hvað sem þið skrifið, hvað sem þið þurfið til að fá áskrifendur. Og við verðum að virða ykkar skoðanir,“ sagði Heimir. „En að ég sé með skoðun á ykkar skoðunum, ef við þyrftum þess þá myndum við örugglega ekkert ná að þjálfa. Við höfum ekki tíma í það svo að hver svo sem skoðun manna er þá er það þeirra skoðun og við verðum að virða hana,“ sagði Heimir. Líður betur núna en í fyrstu leikjunum Heimir hefur nú haft smátíma til að aðlagast nýju starfi og er vongóður um betri úrslit í framhaldinu. „Í hreinskilni sagt þá líður mér mun betur í þessu verkefni, á æfingum. Það er mikið hærra tempó í því sem við erum að gera. Það segir mér að menn skilji hlutina betur en síðast og það er skiljanlegt, með tilkomu nýs þjálfara og nýrra hluta. Mér líður betur í þessu verkefni. Við náðum kannski fimm fundum, og höfum talað meira saman en æft. Við verðum að vera með alveg á hreinu hvað við viljum gera, og ekki íþyngja leikmönnum með of miklum upplýsingum. Við verðum að finna okkar leið til að vinna og þegar það tekst munum við vonandi halda áfram að vinna,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Heimir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Helsinki í gær, líkt og venja er daginn fyrir leik. Þar var hann spurður út í ummæli Dunne sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íra og lék um árabil í vörn Manchester City og Aston Villa. Dunne sagðist telja að Heimir væri strax farinn að finna fyrir pressunni sem fylgi því að þjálfa írska landsliðsins, og sagði mögulegt að hann yrði rekinn eftir komandi leiki við Finnland og Grikkland, þrátt fyrir að Heimir sé rétt búinn að hefja störf. Fyrstu leikir Íra undir hans stjórn voru í síðasta mánuði og töpuðust báðir, 2-0 gegn Englandi og Grikklandi. „Hann [Heimir] er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. Ekki tími til að hafa skoðanir á skoðunum Heimir svaraði þessu á blaðamannafundinum í gær: „Svona er bransinn. Ykkar starf er að safna áskrifendum, að hlustað sé á ykkur, blöðin ykkar keypt. Hvað sem þið skrifið, hvað sem þið þurfið til að fá áskrifendur. Og við verðum að virða ykkar skoðanir,“ sagði Heimir. „En að ég sé með skoðun á ykkar skoðunum, ef við þyrftum þess þá myndum við örugglega ekkert ná að þjálfa. Við höfum ekki tíma í það svo að hver svo sem skoðun manna er þá er það þeirra skoðun og við verðum að virða hana,“ sagði Heimir. Líður betur núna en í fyrstu leikjunum Heimir hefur nú haft smátíma til að aðlagast nýju starfi og er vongóður um betri úrslit í framhaldinu. „Í hreinskilni sagt þá líður mér mun betur í þessu verkefni, á æfingum. Það er mikið hærra tempó í því sem við erum að gera. Það segir mér að menn skilji hlutina betur en síðast og það er skiljanlegt, með tilkomu nýs þjálfara og nýrra hluta. Mér líður betur í þessu verkefni. Við náðum kannski fimm fundum, og höfum talað meira saman en æft. Við verðum að vera með alveg á hreinu hvað við viljum gera, og ekki íþyngja leikmönnum með of miklum upplýsingum. Við verðum að finna okkar leið til að vinna og þegar það tekst munum við vonandi halda áfram að vinna,“ sagði Eyjamaðurinn.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira